Framhaldsskólanemar í Úkraínu hafa undanfarið setið fyrir á útskriftarmyndum fyrir framan gjöreyðilagða skóla þeirra.
Úkraínska ljósmyndarinn, Stanislav Senyk, vildi ná þessari mikilvægu sögu á ljósmyndir.
Senyk segir útskriftarnemana hafa þurft að horfa upp á hryllinginn og að vegna stríðsins hafi þau misst af mikilvægum viðburðum í lífi sínu tengdum útskriftinni.
Honum hafi langað að fanga þessa minningu þannig að nemarnir gætu sýnt sínum eigin börnum myndirnar eftir einhver ár.
Nemendur sögðu upplifunina á bak við myndirnar erfiða en að það væri mikilvægt að sýna veruleika þeirra.
Photographer Stanislav Senyk has used the destruction in the eastern Ukrainian city of Chernihiv as a sobering backdrop for an album of graduating high school students, amid the ongoing conflict with Russia pic.twitter.com/e2GVytwjwC
— Reuters (@Reuters) June 13, 2022




