Framhaldsskólanemar í Úkraínu hafa undanfarið setið fyrir á útskriftarmyndum fyrir framan gjöreyðilagða skóla þeirra.

HuffPost greinir frá.

Úkraínska ljósmyndarinn, Stanislav Senyk, vildi ná þessari mikilvægu sögu á ljósmyndir.

Senyk segir útskriftarnemana hafa þurft að horfa upp á hryllinginn og að vegna stríðsins hafi þau misst af mikilvægum viðburðum í lífi sínu tengdum útskriftinni.

Honum hafi langað að fanga þessa minningu þannig að nemarnir gætu sýnt sínum eigin börnum myndirnar eftir einhver ár.

Nemendur sögðu upplifunina á bak við myndirnar erfiða en að það væri mikilvægt að sýna veruleika þeirra.

Skólinn er gjörónýtur.
Fréttablaðið/Getty Images
Nemendurnir klæddust útskriftarfötum sínum á myndunum.
Fréttablaðið/Getty Images
Blákaldur veruleiki.
Fréttablaðið/Getty Images
Myndirnar eru teknar 7. júní síðastliðinn.
Fréttablaðið/Getty Images
Veruleiki úkraínskra útskriftarnema festur á filmu.
Fréttablaðið/Getty Images