„Nú eru spárnar að sýna það að við fáum góðan mars,“ segir Sigurður í samtali við Fréttavaktina á Hringbraut.

„Ef að líkum lætur erum við að sigla inn í mjög góðan marsmánuð. Sem er kærkomið eftir það sem á undan er gengið. Við megum ekki gleyma því að desember hafði ekki verið kaldari í fimmtíu ár og janúar kaldastur á öldinni og svona mætti áfram telja. Þetta einkennist af meiri hlýindum en við eigum að venjast og líka minni úrkomu en við eigum að venjast,“ segir hann.

„Loksins eru hæðirnar suður í höfum að teygja sig til okkar og þar með dæla þær hlýrra lofti. Ég á von á því að það þýði líka minni úrkomu.“

Sigurður Þ. Ragnarsson var gestur í Fréttavaktinni á Hringbraut miðvikudaginn 1. mars. Viðtalið i heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.