„Það lítur út fyrir að það hafi enginn verið í húsinu,“ segir Vig­fús Bjarka­son, varð­stjóri hjá Slökkvi­liði Akur­eyrar í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann telur að allir hafi sloppið ó­meiddir eftir elds­voðann sem kom upp í húsi við Norður­götu á Akur­eyri í nótt. „Eða það er það sem við höldum í augna­blikinu.“

Ó­ljóst var hvort ein­hver hafi verið í í­búðinni þar sem eldurinn kviknaði en aðrir í­búar hússins höfðu þegar komið sér úr húsinu þegar slökkvi­lið bar að garði. Húsið sem um ræðir er báru­járns­klætt timbur­hús sem inni­heldur þrjár í­búðir og er gjör­ó­nýtt eftir elds­voðann að sögn Vig­fúsar.

Allt til­tækt lið kallað út

Búið er að slökkva allan eld í húsinu en allt til­tækt slökkvi­lið var kallað út á sjötta tímanum í nótt til að fást við eldinn. Eftir að búið var að slökkva meiri­hluta eldsins í morgun þurfti að rífa þakið af húsinu til að komast að eldinum sem eftir logaði. Ekki þótti öruggt að senda slökkvi­liðs­menn inn í húsið á þeim tíma.

Vig­fús segir slökkvi­starf hafa gengið ljómandi vel þrátt fyrir að erfið­lega hafi gengið að ráða niður­lögum eldsins í morgun. Slökkvi­starf er enn í gangi á vett­vangi og hefur svæðinu í kringum húsið hefur verið lokað af lög­reglunni. Í­búar eru beðnir um að halda sig frá svæðinu og virða lokanir.

Erfiðlega gekk að ráða niðurlög eldsins um tíma.
Mynd/Karen Ósk
Enn er ekki fulljóst hvort einhver hafi verið inni í íbúðinni þar sem upptök eldsins áttu sér stað.
Mynd/Karen Ósk
Slökkvistarf gekk vel að sögn varðstjóra.
Mynd/Karen Ósk