Moh­amm­ed Bakr­i og sex aðr­ir flótt­a­menn frá Pal­est­ín­u hafa ver­ið svipt­ir öll­um rétt­ind­um sín­um hér á land­i vegn­a þess að þeir neit­a að fara í COVID-19 próf svo hægt sé að vísa þeim úr land­i. Flótt­a­menn­irn­ir eiga það all­ir sam­eig­in­legt að vera með al­þjóð­leg­a vernd í Grikk­land­i en telj­a sér ekki mög­u­legt að vera þar og flúð­u slæmt á­stand þar og komu til Ís­lands.

„Ég er fyr­ir utan Út­lend­ing­a­stofn­un og erum á göt­unn­i því við vilj­um ekki fara í COVID-19 próf. Þau reynd­u að vísa okk­ur úr land­i en við neit­uð­um að fara í próf­ið,“ seg­ir Moh­amm­ed.

Hann seg­ir að á­stand­ið í heim­a­land­in­u sé ein­stak­leg­a erf­itt núna og hafi mik­il á­hrif á hann og aðra sem eru með hon­um.

„Það er öll­um sama um okk­ur og núna erum við á göt­unn­i,“ seg­ir Moh­amm­ed.

Af hverj­u vilj­a þau að þið tak­ið COVID-próf?

„Svo þau geti vís­að okk­ur úr land­i,“ seg­ir Moh­amm­ed.

Hann seg­ir að hann og aðr­ir flótt­a­menn frá Pal­est­ín­u hafi neit­að að taka próf­ið því þeir vilj­i ekki fara aft­ur. Það sé ekk­ert fyr­ir þá í Grikk­land­i. Moh­amm­ed lýst­i að­stæð­um sín­um og flótt­a í við­tal­i við Frétt­a­blað­ið fyrr á ár­in­u. Hann er að­eins 26 ára gam­all­a en flúð­i heim­a­land sitt árið 2018.

„Ef við för­um aft­ur þang­að verð­um við á göt­unn­i,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að þeim hafi ver­ið vís­að úr hús­næð­i Út­lend­ing­a­stofn­un­ar og þeir geti ekki leng­ur keypt sér mat eða kom­ist ferð­a sinn­a því þeir hafi ver­ið svipt­ir öllu. Þeir eru ekki með kenn­i­töl­u og geta því ekki nýtt sér fé­lags­þjón­ust­u sem er í boði fyr­ir fólk sem er heim­il­is­laust.

„Ég veit ekki af hverj­u þau eru að gera þett­a. Þett­a er ekki mann­úð­legt,“ seg­ir Moh­amm­ed að lok­um.

Telur ólögmætt að svipta hælisleitendur þjónustu

Magnús Davíð Norðdahl lögmaður Mohammed segir að aðgerðir Útlendingastofnunar sé „nokkurs konar refsing“ gegn hælisleitendum sem ekki vilja aðstoða við eigin brottvísun með því að fara í COVID-próf. Stofnunin hafi svipt hælisleitendur húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur, með þeim afleiðingum að þeir hafi endað „allslausir á götunni.“

Magn­ús seg­ir að­gerð­ir Út­lend­ing­a­stofn­un­ar ekki stand­ast regl­u­gerð um mál­efn­i út­lend­ing­a.
Mynd/Aðsend

Hann segist ekki hafa hitt þann hælisleitanda í starfi sínu sem samþykkt hefur að aðstoða við brottvísun sína. Þeir flýji aðstæður þar sem þeir voru í hættu og margir þeirra hælisleitenda sem um ræðir séu frá Palestínu sem sætir nú árásum af hálfu Ísraela. Við þessar aðstæður séu þessi hópur enn viðkvæmari en ella.

„Það er eðli þess­ar­a mála að fólk vill ekki fara úr land­i enda var það að flýj­a að­stæð­ur þar sem líf þeirr­a var í hætt­u. Að setj­a við­kom­and­i á göt­un­a alls­laus­an við slík­ar að­stæð­ur er ó­mann­úð­legt, sið­ferð­i­leg­a rangt og að mín­um dómi ó­lög­mætt“ seg­ir Magn­ús. Sam­kvæmt regl­u­gerð um út­lend­ing­a má svipt­a hæl­is­leit­and­a þjón­ust­u þeg­ar á­kvörð­un um brott­vís­un er kom­in til fram­kvæmd­a en þar sem um­rædd­ir hæl­is­leit­end­ur séu enn á land­in­u hafi á­kvörð­un um brott­vís­un ekki ver­ið fram­kvæmt og því ó­lög­mætt að svipt­a þá þjón­ust­u Út­lend­ing­a­stofn­un­ar að mati Magn­ús­ar.

„Allt að einu finnst Út­lend­ing­a­stofn­un í fínu lagi að vísa um­rædd­um að­il­um á göt­un­a. Þess­u verð­ur að linn­a“, seg­ir hann.