Útlendingastofnun hefur svarað þeirri gagnrýni sem stofnunin hefur sætt síðu daga og segir umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi eiga rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt stuðningsfólki þeirra hafa mótmælt fyrir framan Alþingi síðustu daga og krafist úrbóta sinna mála.

Kröfur þeirra eru fimm, réttinn til að vinna, ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað.  

Í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Útlendingastofnunar fyrir skemmstu kemur fram að vegna undanfarinnar umræðu um þjónustu sem umsækjendum um alþjóðlega vernd standi til boða vilji stofnunin koma ákveðnum upplýsingum á framværi.  

„Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og þeim lyfjum sem þeim eru nauðsynleg skv. læknisráði og að höfðu samráði við trúnaðarlækni Útlendingastofnunar. Útlendingastofnun stendur straum af slíkum kostnaði geti umsækjandi ekki staðið undir honum sjálfur.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga jafnframt rétt á bráðaþjónustu og greiðslukostnaður vegna hennar af Útlendingastofnun.“ Þá kemur fram að heilsugæsla höfuðborgarsvæðinu sini þjónustu við umsækjendur um vernd án tillits til búsetustaðar, umsækjandi eða þjónustusveitarfélag geti pantað tíma hjá Heilsugæslunni.  Útlendingastofnun segir umsækjendur um alþjóðlega vernd mega vinna meðan umsókn þeirra sé til meðferðar, ef þeir fá útgefið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi, sem veitt er tímabundið. „Umsækjendur sem fá útgefið bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi þurfa að verða sér úti um húsnæði og eiga ekki lengur rétt á framfærslu eða annarri þjónustu frá Útlendingastofnun.“

Slíkt leyfi er þó háð skilyrðum og þarf að hafa verið tekin skýrsla af umsækjandanum, það má ekki leika vafi á því hver hann er, það mega ekki liggja fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar. Þá má ekki liggja fyrir beiðni um að annað ríki taki við honum á ný og umsækjandi þarf að hafa veitt upplýsingar og atbeina sinn til að aðstoða við úrlausn máls.

Þá fjallar stofnunin sérstaklega um Ásbrú og segir búsetuúrræðin vera opin og enginn þurfi að dvelja í þeim gegn sínum vilja. Búsetuúrræðið var tekið til norkunar síðastliðin áramót og nú dvelji þar um 90 karlmenn í tveggja manna herbergjum. „Útlendingastofnun úthlutar íbúum í úrræðinu strætókortum sem gilda í innanbæjarsamgöngur í Reykjanesbæ. Útlendingastofnun lætur íbúum jafnframt í té strætómiða til að sinna erindum varðandi umsókn sína á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem er til að mæta í viðtöl hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða talsmönnum Rauða krossins, og til að nýta þjónustu sérfræðilækna og sálfræðinga.“