Útlendingastofnun segir að umfjöllun fjölmiðla um mál nemanda við FÁ sem standi til að vísa úr landi byggi ekki á réttum upplýsingum. Stofnunin geti þó ekki tjáð sig frekar um einstök mál.

Fram kom í Fréttavaktinni í gærkvöldi að til stæði að vísa 18 ára gamalli pakistanskri stúlku sem búsett hefur verið á Íslandi í fjögur og hálft ár úr landi. Stúlkan er nemandi Fjölbrautaskólans við Ármúla og samkvæmt skólameistara hennar barst stúlkunni nýlega bréf um að hún fengi 15-daga frest áður en kæmi til brottvísunar.

Magnús Ingva­son, skóla­meistari Fjöl­brauta­skólans við Ár­múla, segist ekki enn hafa fengið stað­festar upp­lýsingar um ná­kvæm at­riði málsins en býst við því að stúlkan hafi fengið bréfið í hendurnar þar sem hún er ný­orðin 18 ára.

Út­lendinga­stofnun þver­tekur fyrir þá greiningu og segir stofnunin að frá­vísun úr landi geti aldrei byggt á því einu að ein­stak­lingur verði 18 ára. Fleira þurfi að koma til og það sé á­vallt til­tekið í á­kvörðunum stofnunarinnar sem eru ítar­lega rök­studdar.

Ríkis­lög­reglu­stjóri segir einnig að engar fylgdir séu í kortunum næstu tvær vikurnar til annað­hvort Grikk­lands eða Pakistan. Hann segist heldur ekki kannast við þetta á­kveðna mál og grunar að mis­skilningur gæti verið á ferð.