Útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra var dreift á Alþingi fyrr í dag. Þetta er í fimmta skiptið sem frumvarp af þessari gerð hefur verið lagt fram á síðustu árum.

Mikil umræða hefur skapast um frumvarpið en Jón Gunnarsson telur að herða þurfi eftirlit með landamærunum og hefur rætt mikið um slæma stöðu í innflytjendamálum að undanförnu.

Frumvarpið sem er í kringum 36 síður á að sögn dómsmálaráðherra að taka á þeim vandamálum sem skapast hafa vegna fjölgunar innflytjenda og flóttafólks sem hingað leitar til að sækja um alþjóðlega vernd.

Þá hefur hann einnig talað fyrir því að setja ætti upp lokaðar móttökubúðir fyrir einstaklinga sem hingað leita í von um vernd og pólitískt hæli.

Stjórnarandstaðan hefur talað mikið gegn málfutningi Jóns Gunnarssonar og sagt hann fara með tilhæfulausar staðhæfingar í málefnum flóttafólks og ali á ótta fólks.

Hægt er að lesa frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis hér.