Útlendir námsmenn í Danmörku hafa stungið af frá námslánum þar í landi og umfang hinna ógreiddu námslána vex stöðugt. Þetta kemur fram á vefsíðu Danmarks Radio.

Þrátt fyrir að mismunandi ríkisstjórnir hafi reynt að leysa vandann er hann enn ekki leystur – þvert á mótin eiginlega segir Danmarks Radio. Á aðeins þremur árum hafi vanskilin aukist úr jafnvirði 16,7 milljarða íslenskra króna í 27,1 milljarð.

Um 18 þúsund útlendingar eru ábyrgir fyrir þessum skuldum segir DR og af þeim eru fimm þúsund farnir úr landi. Að meðaltali skuldar hver þessara átján þúsund erlendu námsmanna jafnvirði 1,5 milljóna íslenskra króna.

Til samanburðar voru 120 þúsund Danir ekki í skilum með sín námslán nú um áramótin. Skuld þeirra stóð þá samtals í jafnvirði tæplega 2.300 milljarða íslenskra króna.