„Hér er allt að verða eins og fyrir Covid,“ segir Þórunn Einarsdóttir, kokkur á Kaffi Galdri á Hólmavík, um aðsóknina að veitingastaðnum og hinu sambyggða Galdrasafni það sem af er sumri.

„Júlí fór hægt af stað en er að koma til. Júní var aftur á móti góður,“ segir Þórunn um aðsóknina. Breytingin sé ekki síst fólgin í því frá tveimur síðustu sumrum að nú séu erlendu ferðamennirnir komnir aftur.