Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út í heimahús í Reykjavík í morg­un vegna barns sem lá á að komast í heiminn.

Sjúkrabíll var sendur á heimili fólksins, en að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var barnið komið í heiminn þegar að var komið. Allt gekk vel og faðirinn klippti á naflastrenginn.

Slökkviliðið hafði annars í nógu að snúast undanfarinn sólarhring en 72 boðanir voru í sjúkraflutning, þar af 24 forgangsverkefni og tvö vegna COVID-19.

Dælubílar voru kallaður út einu sinni síðasta sólarhring. Bilaður reykskynjari hafði gert íbúum órótt en ekki var um neinn eld að ræða.

Góðan daginn Undanfarinn sólarhring voru 72 boðanir í sjúkraflutning og þar af 24 forgangsverkefni og 2 vegna covid...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Saturday, 30 January 2021