Í ný­legri grein Ya­hoo News kemur fram að Banda­ríska leyni­þjónustan CIA gerði á­ætlanir um að ræna Juli­an Ass­an­ge, stofnanda Wiki­Leaks, frá sendi­ráði Ekvador í London, þar sem hann dvaldi á árunum 2012-2019. Á­ætlanir CIA hafi gengið svo langt að hátt settir aðilar innan leyni­­þjónustunnar og ríkis­­stjórnar Donalds Trumps hafi rætt um að myrða Ass­an­ge og jafn­vel óskað eftir drögum að slíkum á­ætlunum.

Kristinn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks og einn nánasti sam­starfs­maður Ass­an­ge, segir greinina stað­festa það sem sam­tökunum hefur lengi grunað og veltir upp þeirri spurningu hvort hann hafi sjálfur verið skot­spónn sam­bæri­legra á­ætlana.

„Þarna var gengið alveg ó­trú­lega langt í of­forsinu, hatrinu og lög­leysunni, og það sem vekur at­hygli mína er að þarna er verið að draga upp þessar á­ætlanir sem fara svo langt að það er byrjað að plan­leggja mann­rán Juli­ans Ass­an­ge og hrein­lega af­töku án dóms og laga áður en að nokkuð hefur verið gert laga­tækni­lega, það var ekki einu sinni búið að gefa út á­kæru gegn honum fyrir eitt né neitt.“

Á­ætlanirnar voru hluti af um­­fangs­­mikilli her­­ferð CIA gegn Wiki­Leaks og Juli­an Ass­an­ge, sem fólust meðal annars í njósnum á starfs­mönnum sam­takanna og þjófnaði á búnaði þeirra.

Alls­herjar­stríð CIA gegn Wiki­Leaks

Ass­an­ge hafði árum saman verið í sigti banda­rísku leyni­­þjónustunnar en eftir­­litið stig­magnaðist yfir í alls­herjar­stríð gegn honum eftir að Wiki­Leaks birtu leka árið 2017 sem gaf yfir­lit yfir tölvu­vopna­búr Banda­rísku leyni­þjónustunnar, Vault 7. Að sögn leyni­­þjónustunnar er um að ræða „stærsta gagna­­leka í sögu CIA“.

„Það ger­sam­lega sendi Mike Pompeo, sem þá var yfir CIA, út af sporinu í hatri og hefndar­hug, eins og kemur fram í greininni. Það er hann sem er prímus mótor í að keyra á­fram þetta of­fors og þessa lög­leysu,“ segir Kristinn.

Lekinn olli því að Pompeo, sem varð síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donalds Trumps, lagði allt í sölurnar til að hefna sín á Wiki­Leaks og Ass­an­ge vegna niður­lægingarinnar sem leyni­þjónustan varð fyrir. Kristinn segir að þó að blessunar­lega hafi ekki verið farið út í mann­rán og mann­dráp þá hafi Wiki­Leaks mætt áður ó­séðri hörku af hendi CIA eftir að Pompeo skil­greindi sam­tökin sem „fjand­sam­lega leyni­þjónustu án ríkis­fangs“.

„Það virtust fáir taka eftir þessu nema við, sem að náttúr­lega áttum okkur á því að þetta var ekkert til­viljun að það var verið að fjalla um Wiki­Leaks í þessu sam­hengi. Því með þessari skil­greiningu þá gátu þeir tekið af sér hanskann og hrein­lega komið fram við Wiki­Leaks, starfs­menn og Juli­an, eins og um væri að ræða fjand­sam­legan óvin sem undir á­kveðnum kring­um­stæðum rétt­lætir mann­dráp.“

Julian Assange eftir handtökuna í London í apríl 2019.
Fréttablaðið/EPA

Skil­greindur sem fjand­sam­legur aðili

Í færslu sem Kristinn skrifaði á Twitter á sunnu­dag veltir hann upp þeim mögu­leika að hann hafi sjálfur á ein­hverjum tíma­­punkti verið settur á dráps­lista CIA eins og Ass­an­ge. Að­spurður um hvort hann telji það lík­legt segist Kristinn ekki geta úti­lokað þann mögu­leika.

„Það er búið að vera vitað nokkuð vel að ég og ör­fáir aðrir eru þarna í innsta hring og búnir að vera það í ellefu ár. Þannig að maður getur ekkert úti­lokað það. En það sem að liggur alveg ljóst fyrir, hins vegar, er að það var farið út í öfga­fullar eftir­lits­að­gerðir sem þurftu ekki að vera undir neinni yfir­sýn lög­fræðinga eða þings eða for­seta. Það var búið að skil­greina okkur og þar á meðal mig sem fjand­sam­legan aðila þannig það var hægt, án nokkurra frekara vífi­lengja, að hlera minn búnað, koma fyrir hljóð­nemum í mínu um­hverfi, njósna um allar mínar ferðir og beita öllum þeim að­ferðum sem þeir hafa í sínu búri til að fylgjast með mér. Það er sá veru­leiki sem ég hef búið við í mörg ár.“

Mesta réttar­fars­hneisa Vestur­landa

Juli­an Ass­an­ge missti hæli sitt í sendi­ráði Ekvador í apríl 2019 og var í kjöl­farið hand­­tekinn af breskum yfir­­völdum á grunni þess að hann hefði ekki mætt fyrir rétt. Á sama tíma opinberaði Bandaríkjastjórn ákæru á hendur honum fyrir brot á bandarískri njósnalöggjöf sem hafði verið gefin út í leyni. Assange hefur síðan þá dvalið í öryggis­fangelsinu Belmarsh í London á meðan hann berst gegn framsalskröfu Bandaríkjamanna. Hann hafði betur í undirrétti í janúar þar sem dómari úrskurðaði að hann skyldi ekki framseldur. Bandaríkjastjórn áfrýjaði málinu og verður málflutingur í lok október.

Kristinn segist hafa verið í stopulu sam­bandi við Ass­an­ge undan­farin ár en þeir hittust síðast í eigin per­sónu snemma árs 2020 rétt áður en öllu var skellt í lás vegna Co­vid. Hann lýsir málinu gegn Ass­an­ge sem mestu réttar­fars­hneisu Vestur­landa og hvetur ís­lensk stjórn­völd til að taka af­stöðu.

„Ég er að berjast fyrir rétt­lætis­máli sem er rétt­lætis­mál um fram­tíð blaða­mennskunnar. Ef þetta gengur eftir þá eru allir blaða­menn í hættu, hvar sem er í heiminum. Þannig þetta er spurning um það að menn standi í lappirnar og verji okkar grunn­helgi sem við teljum í orði kveðnu að séu mikil­væg í okkar lýð­ræðis­ríki,“ segir Kristinn að lokum.