Lands­menn virð­ast nú flykkj­ast frá höf­uð­borg­inn­i til þess að njót­a versl­un­ar­mann­a­helg­ar­inn­ar. Marg­ir virð­ast ætla að njót­a út­i­lífs­ins ef eitt­hvað er að mark­a eft­ir­sókn eft­ir tjöld­um og öðr­um út­i­vör­um í að­drag­and­a helg­ar­inn­ar.

„Sal­an á tjöld­um er búin að vera fín,“ sagð­i Hall­ur Ei­ríks­son, versl­un­ar­stjór­i Rúm­fat­a­lag­ers­ins í Skeif­unn­i.

„Það er yf­ir­leitt mest að gera síð­ust­u vik­un­a fyr­ir versl­un­ar­mann­a­helg­i. Sjálf­sagt væri þó meir­a að gera ef það væru skip­u­lagð­ar út­i­há­tíð­ir, en þett­a er bara búið að vera mjög fínt. Ég hugs­a að þett­a sé bara svip­að og í fyrr­a. Að öllu jöfn­u eru þett­a stærst­u vik­urn­ar rétt fyr­ir versl­un­ar­mann­a­helg­i, þeg­ar all­ir eru á far­alds­fæt­i. Síð­an fer að hægj­ast til eft­ir versl­un­ar­mann­a­helg­in­a þeg­ar sum­ar­ið fer að stytt­ast í ann­an end­ann.“

„Tjöld eru eft­ir­sótt­ust­u vör­urn­ar hjá okk­ur þeg­ar út­i­leg­an kem­ur upp,“ sagð­i starfs­mað­ur hjá út­i­vist­ar­versl­un­inn­i Elling­sen.

„Við erum búin að fá mik­ið af auk­a­á­fyll­ing­um á tjöld­um frá út­lönd­um. Stór­u fjöl­skyld­u­tjöld­in eru að selj­ast mik­ið fyrr held­ur en allt ann­að og eru að selj­ast upp bara á fyrst­u tveim­ur vik­un­um. Það er enn­þá fullt af fólk­i að kaup­a sér tjöld fyr­ir helg­in­a og fyr­ir all­ar út­i­leg­ur sem það ætl­ar í þett­a sum­ar­ið. Svo eru gas­hell­ur, raf­magns­kæl­i­box og loft­dýn­ur að selj­ast með tjöld­un­um.“

„Þett­a er búin að vera frek­ar svip­uð sala og í fyrr­a. Þá seld­ist eig­in­leg­a allt upp á núll ein­um því fólk var ekki að fara neitt er­lend­is og þett­a er búið að vera svip­að núna, jafn­vel meir­a.“

Nóg var að gera á bens­ín­stöðv­um á leið­inn­i frá höf­uð­borg­ar­svæð­in­u sem náð­ist í við gerð þess­ar­ar frétt­ar. Á N1 á Ár­túns­höfð­a var ör­tröð­in slík að ekki gafst tími til þess að svar­a spurn­ing­um.

Marg­ir hafa kíkt í Vín­búð­in­a í dag að ná sér í á­feng­i fyr­ir helg­in­a.
Fréttablaðið/Óttar Geirsson