Út­hlutun úr sviðs­lista­sjóði, verk­efna­sjóði sjálf­stætt starfandi at­vinnu­leik­hópa, hefur tafist um rúman mánuð vegna þess að sér­stakar við­spyrnu­að­gerðir ríkis­stjórnarinnar í þágu menningar og lista hafa enn ekki verið sam­þykktar af Al­þingi.

Vana­lega er út­hlutað úr sviðs­lista­sjóði um svipað leyti og lista­manna­launum er út­hlutað en til­kynnt var um lista­manna­laun ársins 2022 þann 13. janúar síðast­liðinn.

Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, til­kynnti í lok janúar að ríkis­stjórnin hygðist verja 450 milljónir til að styrkja menningar­geirann og þar af eru 75 milljónir eyrna­merktar fyrir sviðs­lista­sjóð og lista­manna­laun til sviðs­lista­manna.

Í skrif­legu svari frá menningar- og við­skipta­ráðu­neytinu kemur fram að til stendur að út­hluta tvisvar úr sviðs­lista­sjóði á þessu ári. Fyrri út­hlutunin saman­stendur af 150 milljón króna ár­legri út­hlutun sjóðsins og mun fara fram á næstu dögum en seinni út­hlutunin mun saman­standa af við­bótar­fram­lagi ríkis­stjórnarinnar og verður sér­stakur um­sóknar­frestur aug­lýstur á vor­mánuðum.

Að sögn Ragn­hildar Zö­ega hjá Rann­ís verður út­hlutað úr sviðs­lista­sjóði í næstu viku. Upp­haf­lega stóð til að út­hluta að­eins einu sinni með við­bótar­fram­lagi ríkis­stjórnarinnar en þegar málið tafðist í þinginu var á­kveðið að fara þá leið að út­hluta tvisvar. Sjá svar menningar- og við­skipta­ráðu­neytisins í heild hér að neðan:

Á næstu dögum mun Sviðs­lista­sjóður út­hluta 150 milljónum króna, sem er reglu­bundin út­hlutun úr sjóðum. Þá verða 75 milljónir til við­bótar aug­lýstar síðar á árinu en þær voru veittar til sjóðsins sem hluti af við­spyrnu­að­gerðum ríkis­stjórnarinnar í þágu menningar­mála vegna heims­far­aldursins. Fjár­mála­ráðu­neytið hefur for­ræði á og leggur fram frum­varp til fjár­auka­laga. Tíma­bundnar breytingar á lögum um lista­manna­laun hafa verið sam­þykktar í ríkis­stjórn og eru nú hjá Al­þingi til með­ferðar.