Út­göngu­bann gildir í að minnsta kosti 25 borgum Banda­ríkjanna vegna óeirðanna sem þar hafa dreifst um landið undan­farna daga. Þá hafa að minnsta kosti sex ríkis­stjórar tekið á­kvörðun um að kalla út þjóð­varð­lið og eru að minnsta kosti fjórir taldir af vegna á­takanna.

Mikil reiði hefur verið í landinu undan­farna daga í kjöl­far þess að lög­reglu­maður myrti Geor­ge Floyd í Minnea­polis í síðustu viku. Floyd var grunaður um skjala­fals og var ó­vopnaður þegar lög­reglu­maður þrengdi að öndunar­vegi hans með þeim af­leiðingum að hann lést.

Mót­mælin og ó­eirðirnar sem þeim virðist fylgja að nætur­lagi, hafa dreift sér um Banda­ríkin frá Minnea­polis undan­farna daga. Meðal þeirra borga þar sem boðað hefur verið til út­göngu­banns eru Be­ver­ly Hills, Den­ver, Miami, At­lanta, Chi­cago, Lousi­vil­le, Rochester og Cincinnati.

Eins og áður hefur komið fram hefur lög­reglu­maðurinn sem myrti Floyd verið rekinn úr starfi og mun hann verða á­kærður fyrir morð. Það nægir ekki mót­mælendum, en þeir sem mót­mælt hafa frið­sam­lega, hafa bent á að glæpir lög­reglu­manna í starfi gegn svörtu fólki séu allt­of tíðir.

Fleiri en 1300 manns hafa verið hand­teknir vegna ó­eirðanna og tugir slasast. Stjórn­mála­menn í Banda­ríkjunum hafa gagn­rýnt of­beldið sem beitt hefur verið. „Staðan í Minnea­polis snýst ekki lengur á neinn hátt um morðið á Geor­ge Floyd,“ hefur AP frétta­stofan eftir ríkis­stjóranum Tim Walz. Hann segir mót­mælendur hafa gengið of langt.

For­seta­fram­bjóðandi Demó­krata, Joe Biden, for­dæmdi of­beldið en sagðist sýna mál­stað mót­mælenda mikla sam­úð. „Að­ferðir við mót­mæli eiga aldrei að skyggja á á­stæðu þess að við mót­mælum,“ skrifaði hann á Twitter.

For­seti landsins, Donald Trump, virtist hins vegar mjög á­nægður með á­kvörðun ýmissa ríkis­stjóra um að kalla út þjóð­varð­liðið. Hann vakti í gær litla lukku þegar hann full­yrti að hann hefði sigað „grimmum hundum“ á mót­mælendur fyrir utan Hvíta húsið, hefðu þeir komist inn fyrir girðinguna.

Hér að neðan má sjá útsendingu CNN frá Minneapolis í gær.