Samkomubann í S­yd­n­ey, fjöl­mennustu borg Ástralíu, hefur verið fram­lengt um fjórar vikur vegna mikils fjölda smita í ríkinu New South Wa­les.

Bylgjan sem hófst vegna Delta af­brigðisins í lok júní er ein sú versta hingað til en á þriðju­dag greindust 177 ný smit í ríkinu, sem er mesti fjöldi frá því í mars 2020. Upp­haf bylgjunnar er talið eiga upp­tök sín hjá grímu­lausum, óbólu­settum leigu­bíl­stjóra.

Í­búar í S­yd­n­ey hafa nú þurft að búa við lokanir og samkomu­bann frá því í lok júní sem átti að klárast á föstu­dag en ekkert verður af því þar sem búið er að fram­lengja tak­markanir þar til 28. ágúst.

Yfir­völd hafa hótað því að taka hart á þeim sem fylgja ekki sótt­varnar­reglum og sér­fræðingar vara við því að í­búar í S­yd­n­ey gætu þurft að lifa við strangar tak­markanir þar til í septem­ber eða lengur.

„Ég er í jafn­miklu upp­námi yfir þessu og jafn svekkt og allir aðrir að okkur tókst ekki að ná þeim smit­tölum sem við hefðum viljað sjá á þessum tíma­punkti en þetta er raun­veru­leikinn,“ sagði ríkis­stjórinn Gladys Berejikli­an á blaða­manna­fundi í sjón­varpi.

Hún bætti við að lög­regla myndi ekki hika við að fram­fylgja refsingum og hvatti fólk til að greina frá sótt­varnar­brotum.

Bólusetningar ganga hægt

Áströlum hefur hingað til tekist að hefta út­breiðslu veirunnar með lokun landa­mæra og skyldu­sótt­kví á far­sóttar­hóteli fyrir alla ferða­langa. Jafn­framt hefur oft verið gripið til skyndi­legs og víð­tæks samkomubanns á ýmsum stöðum þegar smitum hefur tekið að fjölga.

Fjöldi smita þar í landi hefur haldist til­tölu­lega lágur frá því að far­aldurinn hófst en alls hafa greinst um 33.400 smit og 921 dauðs­föll hafa verið skráð í landi með yfir 25 milljón íbúa. Bólu­setningar hafa þó gengið hægt og sem stendur eru að­eins 13,8 prósent íbúa þar í landi full­bólu­settir.

Tekið er að gæta á and­stöðu gegn sótt­varnar­ráð­stöfunum víða um Ástralíu en hörð mót­mæli brutust út í S­yd­n­ey, Mel­bour­ne og öðrum borgum um síðustu helgi og kannanir sýna að stuðningur við ríkis­stjórn for­sætis­ráð­herrans Scott Morri­son fer dvínandi.

„Það er engin flýti­leið, það er engin önnur leið í gegnum þetta, við verðum bara að setja undir okkur hausinn og halda á­fram,“ sagði Morri­son á blaða­manna­fundi í höfuð­borginni Can­berra.

Fréttin var uppfærð 29. 7. 2021.