Klukkan tíu í kvöld ber öllum íbúum Húnaþings vestra að sæta svoköllað úrvinnslusóttkví þannig að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu.

Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi á borð við hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti.

Fimm manna samkomubann

Auk úrvinnslusóttkvíar tekur fimm manna samkomubann gildi innan sveitafélagsins í kvöld þannig ekki mega koma fleiri en fimm einstaklingar saman hverju sinni.

Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra tók ákvörðun um aðgerðirnar í dag vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitafélaginu. Þá þótti nauðsynlegt að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax.

Nauðsynjalausar ferðir bannaðar

„Höfðað er til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningu aðgerðarstjórnar.

Þrjú ný smit greindust í sveitafélaginu í dag og er heildarfjöldi smitaðra því orðin fimm. Um fimmtungur íbúa Húnaþings vestra voru í sóttkví fyrir helgi.