Í­búar Can­berra, höfuð­borg Ástralíu þurfa að sæta út­göngu­banni næstu sjö daga, eftir að eitt innanlandssmit kórónaveirunnar greindist í borginni.

Í Can­berra búa rúm­lega 400 þúsund manns og eru þetta hörðustu að­gerðir sem hafa verið settar á í borginni frá upp­hafi heims­far­aldursins, þegar landinu var lokað.

„Þetta eru um­fangs­mestu að­gerðir sem við höfum þurft að grípa til á þessu ári, og í raun frá upp­hafi heims­far­aldursins,“ segir Andrew Barr, æðsti em­bættis­maður höfuð­borgar­svæðisins.

Barr segir að sýkti ein­stak­lingur hafi farið víða um borgina áður en hann greindist, þannig það er ekki hægt að segja til um hversu
út­breitt smitið er. Þetta kemur fram á vef France24.

Langar raðir í mat­vöru­verslunum

Langar raðir hafa myndast í mat­vöru­verslunum eftir að til­kynning barst um út­göngu­bann og fólk flykkst að, margir hverjir grímu­lausir. Yfir­völd hafa biðlað til fólks að halda ró sinni.

Racel Stephen-Smith, heilbrigðisráðherra segir, „Skilaboðin okkar eru: fólk leiti ekki að afsökun til að yfirgefa heimili sín, og ekki fara neitt nema það sé algerlega nauðsynlegt." Þetta kemur fram á vef ABC

19,4 prósent lands­manna full­bólu­settir

Ó­líkt öðrum löndum hefur Ástralía sloppið nokkuð vel við heims­far­aldurinn. Skráð dauðs­föll eru 946 með 25 milljónir íbúa. Í Dan­mörku þar sem búa 5,8 milljónir manna eru skráð 2500 dauðs­föll.

Í Ástralíu hafa um 37 þúsund manns greinst með CO­VID-19 frá upp­hafi heims­far­aldursins, og hefur landið verið meira og minna lokað er­lendum gestum á þeim tíma. Bólu­setning hefur gengið hægt í landinu og er hlut­fall full­bólu­settra mun lægri en í sam­bæri­legum löndum eða að­eins 19,4 prósent.

Bólu­setningar­hlut­fallið er með því lægsta sem gerist innan aðildar­ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofnunarinnar OECD.