Útgjöld ríkissjóðs til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu koma til með að hækka um 15,7%.milli ára, þegar tekið er mið af áhrifum af almennra launa- og verðlagsbreytinga hækka útgjöldin um 929,6 milljónir króna milli ára, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Alls stendur til að ríkissjóður verji 6.777,7 milljónum króna til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að hækkunin endurspegli markmið stjórnvalda um að hækka framlagshlutfall Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu af vergum þjóðartekjum frá 0,30% árið 2020 í 0,32% árið 2021.