Þetta kemur fram í yfir­liti Em­bættis land­læknis frá í gær. Þar segir að undan­farinn mánuð hafi mörg Evrópu­lönd til­kynnt um aukningu á Co­vid sjúkra­hús­inn­lögnum, auk aukningar á tíðni smita. Dánar­tíðni er lág þó að í þriðjungi landanna hafi dauðs­föllum íbúa hjúkrunar­heimila fjölgað.

Þótt neyðar­nefnd Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar telji Co­vid 19 enn heilsu­ógn á heims­vísu hefur þátt­taka í seinni örvunar­bólu­setningu verið frekar dræm í mörgum Evrópu­löndum. Bólu­setninga­staða hér er sögð með á­gætum en allir 60 ára og eldri, auk fólks í á­hættu­hópum, séu þó hvattir til að fara í örvunar­bólu­setningu fyrir veturinn.

Hér­lendis hefur fjöldi greindra til­fella haldist stöðugur frá í sumar og ný­gengi farið hægt lækkandi. Hlut­fall já­kvæðra sýna hefur verið um 30 prósent sem er hátt og bendir til að smit sé út­breitt í sam­fé­laginu og ekki allir fari í opin­ber próf.

Alls 213 hafa látist vegna Co­vid-19 frá því að far­aldurinn nam hér land til og með júlí.