Flugsamgöngur eru að komast á sama damp og þær voru fyrir heimsfaraldurinn, sem sést meðal annars á því að losun koltvísýringsígilda vegna flutninga með flugi á fyrsta ársfjórðungi 2022 var fjórfalt meiri en á sama tíma í fyrra.

Losunin nam um 86 kílótonnum samkvæmt bráðabirgðaútreikningi á losunarbókhaldi innan hagkerfis Íslands og á talsvert langt í land með að vera á pari við það sem mest var 2018, þegar losunin nam 541 kílótonni. Gildið 2022 er því aðeins 16 prósent af hæsta gildinu.