Sendi­herra Rúss­lands, Mik­haí­l Noskov, var í gær kallaður á fund utan­ríkis­ráðu­neytisins þar sem honum var tjáð af­staða ís­lenska ríkisins gagn­vart inn­limun fjögurra héraða í Úkraínu. Til­kynnt var form­lega um inn­limun héraðanna síðasta föstu­dag og sam­komu­lag undir­ritað.

Á vef RÚV kemur fram að utan­ríkis­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, hafi ekki sjálf verið við­stödd fundinn heldur hafi Martin Eyjólfs­son ráðu­neytis­stjóri tekið á móti sendi­herranum.

Leið­togar vest­rænna ríkja hafa allt frá því að til­kynnt var um kosningu um inn­limun og eftir til­kynningu um inn­limun for­dæmt að­gerðirnar og sagt að þau viður­kenni ekki gjörninginn. Tilkynningu um fundinn og afstöðu Íslands mátti sjá á Twitter í gær.