Utanríkismálaráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, kom óvænt til Biarritz í Frakklandi í dag þar sem leiðtogarfundur G7 hópsins fer fram.

Utanríkisráðherra Frakka, Jean-Yves Le Drian , bauð Zarif til landsins.

Umdeild málefni er varða viðskiptbann á olíuflutninga í Íran og kjarnorkumál þeirra eru meðal ananrs til umræðu á fundinum.

Fyrr í dag upplýsti Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, um áform til þess að leysa úr þeim deilum sem hafa risið um Peersaflóasvæðið undanfarið. Fólust þau í því að aflétta viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran og fá í staðinn fulla samvinnu Írana varðandi kjarnorkusamninga frá 2015 um að minnka kjarnorkuumsvif í landinu.

Donald Trump hefur ekki enn gefið neitt út á áform Macrons, né Zarif.

„G7 löndin voru öll sammála um að hörð stefna Bandaríkjaforseta í málum er varða Íran hafi áhrif, og að henni skulu halda til streitu,“ segir heimildarmaður á fundinum í Biarritz við Guardian.

Í fylgd með Trump á fundinum í Biarritz er John Bolton, ráðgjafi í öryggismálum Bandríkja sem er þekktur fyrir að vera á móti hvers kyns málamiðlunum er varða viðskiptabann á Íran og vill hann að Íranar láti af auðgun úrans með öllu.