Alþingi

Utan­ríkis­nefnd- og ráð­herra um borð í flug­móður­skip

Nokkrir þing­menn eru, á­samt utan­ríkis­ráð­herra, um borð í banda­ríska flug­móður­skipinu USS Harry S. Truman. Hvergi er að finna opin­berar upp­lýsingar um skoðunar­ferðina.

Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 18. Fréttablaðið/ Sigtryggur Ari

Nefndarmenn utanríkismálanefndar Alþingis og þingmannanefndar NATÓ, ásamt utanríkisráðherra eru um þessar mundir um borð í bandaríska flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman. Vísir greindi fyrst frá.

Hvergi er að finna tilkynningu um skoðunarferð þingmannanna á heimasíðu Alþingis, né heldur á heimasíðu utanríkisráðuneytisins, bandaríska sendiráðsins eða NATÓ. 

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður þingmannanefndar NATÓ, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður þingmannanefndarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis, hafa bæði birt myndir af herflugvélinni sem flutti þingmennina á flugmóðurskipið á samfélagsmiðlum. Að auki sést til Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, nefndarmanns í utanríkismálanefnd, á Instagram síðu Þorgerðar Katrínar.

Þá hefur Fréttablaðið staðfestar heimildir fyrir því að Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, afþökkuðu bæði boðið um að koma um borð í flugmóðurskipið. Bæði eru þau meðlimir í utanríkismálanefnd þingsins.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar. Mynd/ Instagram

Þorgerður Katrín, sem er þingmaður og formaður Viðreisnar, birti á Instagram-síðu sinni myndband af sér í flugskýli á Reykjavíkurvelli, en með myndinni fylgir textinn „Af stað út í flugmóðurskip“. Að auki birti hún myndband þar sem þingmannahópurinn stendur á flugbraut og sést til flugvélar sem ku hafa flutt þingmennina, ásamt utanríkisráðherra, á flugmóður skipið.

Það kann að vekja athygli að flugvélin hafi farið frá Reykjavíkurflugvelli, en þáverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, skrifaði undir samkomulag við innanríkisráðuneytið árið 2013 þar sem kemur m.a. fram að „allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt nema þegar völlurinn þjónar sem varaflugvöllur og vegna öryggis- og björgunarstarfa.“ Reykjavíkurborg bar síðast fyrir sig samkomulagið fyrr í mánuðinum, þegar til stóð að tvær herþotur tækju þátt í flugsýningu í Reykjavík.

Þá birti Njáll Trausti, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mynd á Facebook-síðu sinni af samskonar flugvél og sést á Instagram-síðu Þorgerðar.

Heimsóknin tengist fyrirhuguðum varnaræfingum NATÓ, sem fara munu fram síðar í haust. Sú æfing, Trident Juncture 2018, er stærsta æfing bandalagsins síðan 2015.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nato

Segir NATO-ríkin hafa sam­þykkt að hækka fram­lögin

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Af­vopnunar­ráð­stefna NATO haldin á Ís­landi í haust

Auglýsing

Nýjast

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Lögreglunni sigað á húseiganda

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Auglýsing