Utan­ríkis­mála­nefnd Al­þingis mun kalla eftir upp­lýsingum um þau gögn sem kín­verska tækni­fyrir­tækið Z­hen­huga Data information hefur safnað um 411 Ís­lendinga. Þetta stað­festir Sig­ríður Á. Ander­sen, for­maður nefndarinnar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Stundin greindi í gær frá til­vist listans. Fyrir­tækið fylgist með hegðun fólks á sam­fé­lags­miðlum, meðal annars á Face­book, Twitter og TikTok. Eru nokkrir þjóð­þekktir Ís­lendingar á listanum, meðal annars þing­konurnar Hanna Katrín Frið­riks­son og Hall­dóra Mogen­sen.

„Ég hef ekki frekari upp­lýsingar um þetta mál og skilst að stjórn­völd hér hafi þennan lista ekki undir höndum,“ segir Sig­ríður. Hún tekur fram að hún hafi því ekki séð um­rædd gögn.

„En ég á von á því að stjórn­völd kalli nú til sín sendi­herra Kín­verja til dæmis, til að for­vitnast um þetta allt saman. Hitt er annað mál, eins og fréttirnar virðast vera, virðist þetta vera söfnun á alls­konar opin­berum upp­lýsingum og það í sjálfu sér er ekki heimilt án sam­þykkis, sam­kvæmt evrópsku per­sónu­verndar­lög­gjöfinni,“ segir hún.

Hún segir að­spurð ekki vita hvort hún sjálf sé á listanum. „Ég hef ekki séð hann og ekki fengið til­kynningar um það. En utan­ríkis­mála­nefnd mun kalla eftir upp­lýsingum frá utan­ríkis­ráð­herra um ná­kvæm­lega hvaða upp­lýsingar ís­lensk stjórn­völd hafa um þetta mál.“