Reykjavík

Fjöldi utan­garðs­fólks tvö­faldaðist á fimm árum

Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir þjónustu Reykjavíkurborgar við utangarðsfólk og fólk með fjölþættan vanda.

Umboðsmaður beinir því til Reykjavíkurborgar að laga þjónustu sína.

Umboðsmaður Alþingis telur Reykjavíkurborg eiga í almennum og viðvarandi vanda í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og fólks með fjölþættan vanda. Fjöldi hópsins hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017.

Umboðsmanni barst kvartanir

Umboðsmaður tók til skoðunar að eigin frumkvæði lagalegur skyldur sveitarfélaga um lausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Umboðsmanni hafði borist kvartanir og ábendingar um langan biðtíma eftir félagslegu leiguhúsnæði, skilyrðin sem sett eru fyrir úthlutun húsnæðis og ófullnægjandi framboð af sértækum húsnæðisúrræðum.

Segir í áliti Umboðsmanns að komið hafa upp tilvik þar sem einstaklingar í hópi utangarðsfólks hafi ekki átt kost á því að nýta sér þau meðferðarúrræði sem heilbrigðiskerfið telur henta, enda hafa þeir ekki trygga búsetu.

Tryggir ekki fullnægandi aðstoð

Í álitinu segir að skylda sveitarfélaga sé skýr um að veita úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda meðan unnið er að varanlegri lausn. Miðað við fyrirliggjandi gögn segir Umboðsmaður Alþingis að til staðar sé almennur og viðvarandi vandi í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og að almennur málsmeðferðartími í málaflokknum sé ekki í samræmi við málshraðareglur stjórnsýsluréttarins. 

Segir Umboðsmaður að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda. Þá séu reglur borgarinnar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki skýrleikakröfur um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.

Lítið reynt á aðstæður hjá minni sveitarfélögum

Umboðsmaður beindi tilmælum til Reykjavíkurborgar að leita þegar í stað leiða til að laga afgreiðslutíma og upplýsingagjöf um fyrirsjáanlegar tafir til þeirra sem hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæði hjá borginni. 

Umboðsmaður tók einnig til skoðunar fimmtán fjölmennustu sveitarfélögin að Reykjavík frátalinni, en segir að lítið hafi reynt á þessar aðstæður hjá flestum þeirra. Þó beindi hann tilmælum til þeirra að fara yfir málaflokkinn með tilliti til athugasemda sinna. 

Álitið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavík

Segir börnum mismunað

Reykjavík

Bank­sy per­sónu­leg gjöf og endaði heima í stofu

Reykjavík

Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd

Auglýsing

Nýjast

Slökkviliðið glímir við stórbruna í Hafnarfirði

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Guðlaugur Þór sendir 100 milljónir til Jemen

Nýr ráðherra Brexit-mála skipaður

Þrjú út­köll og að­gerða­stjórnir í við­bragðs­stöðu

Þrettán smituðust af nóró­veiru á Skel­fisk­markaðnum

Auglýsing