Ökumaður slapp með minniháttar meiðsl eftir að hafa ekið út af veginum og inn í bakgarð við einbýlishús við Bústaðarveg um klukkan 16 í dag.

Sjúkrabíll var á sendur á vettvang en slysið var minniháttar að sögn vakthafandi varðstjóra slökkviliðsins.

Einn var fluttur á bráðamóttöku, líklega ökumaður bílsins, en ekki er vitað nánar um meiðsl hans en varðstjóri telur að það hafi sennilega ekki verið um alvarlegt slys að ræða.

Að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við fór bíllinn í gegnum lítinn runna og endaði í bakgarðinum eins og sést á meðfylgjandi mynd.