Innlent

Þúsundir mótmæla fjöldafundi hvítra þjóðernissinna

Hvítir þjóðernissinnar og öfgahægrimenn áætla að hittast fyrir utan Hvíta húsið í kvöld. Fjöldi fólks er nú samankominn til að mótmæla fundi þeirra.

„Við erum hér til að láta hvíta þjóðernissinna, fasista, nýnasista og fylgjendur þeirra vita að þeir hafa verið reknir út úr Washington áður og við munum gera slíkt hið sama núna,“ sagði Makia Green, ein skipuleggjenda á vegum Black Lives Matter í yfirlýsingu. Fréttablaðið/EPA

Þúsundir hafa safnast saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum vegna fyrirhugaðs fjöldafundar hvítra þjóðernissinna og annarra öfga hægrimanna, eða „Unite the Right 2“ sem áætlað er að halda í þar í kvöld. 

Fjöldafundurinn var skipulagður í tilefni af því að ár er liðið frá því að til átaka kom á milli hvítra þjóðernissina og fólks sem mótmælti boðskap þeirra í Charlottesville í Virginíufylki í Bandaríkjunum. 

Í kjölfar átakanna keyrði einn meðlimur öfgahægrimannana inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að konan Heather Heyer lést og tugir slösuðust. Maðurinn sem ók bílnum, James Alex Fields Jr., var í kjölfarið handtekinn og hefur verið sakfelldur fyrir morð. 

„Við erum hér til að láta hvíta þjóðernissinna, fasista, nýnasista og fylgjendur þeirra vita að þeir hafa verið reknir út úr Washington áður og við munum gera slíkt hið sama núna,“ sagði Makia Green, ein skipuleggjenda á vegum Black Lives Matter í yfirlýsingu. Greint er frá á Guardian.

Mikill fjöldi er samankominn við Hvíta húsið með sterk skilaboð til öfgahægrimannanna Fréttablaðið/AFP

Enn er óljóst hversu margir munu mæta á fjöldafund þjóðernissinnanna sem þeir lýsa sjálfir sem „hvítum borgaralegum mannréttinda mótmælum,“ en leyfið þeirra fyrir mótmælunum gerir ráð fyrir um 100 til 400 þátttakendum. Ræðumenn á fundi þeirra eru meðal annars David Duke, sem er fyrrum leiðtogi innan Ku Klux Klan, maður sem var rekinn úr bæjarstjórn í Jackman í Maine-fylki vegna þess að hann sagði að kynþættir ættu að vera „aðskilin af fúsum og frjálsum vilja“ og maðurinn sem afneitar Helförinni og bauð sig nýlega fram til þings í Kaliforníu.

Jason Kessler, sem er hvítur þjóðernissinni, og skipulagði bæði mótmælin í Charlottesville í fyrra og fjöldafundinn sem verður í kvöld sagði þó að listi ræðumanna á leyfinu væri ekki nákvæmur.

Enn er óljóst hversu margir öfgahægrimenn muni mæta á fund þeirra í kvöld Fréttablaðið/AFP

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Innlent

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Innlent

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vill fresta afgreiðslu sam­göngu­á­ætlunar fram yfir jól

Mótmælin stórslys fyrir verslun og efnahag

Öryggi ekki tryggt á yfirfullum bráðadeildum

Auglýsing