Í Saudi Arabíu var lögum um bann kvenna að aka bílum aflétt fyrir skömmu og munu nýju lögin taka gildi 1. júní. Ekki er að spyrja að viðbrögðum kvenna í Saudi Arabíu og hafa þúsundir þeirra nú sótt um ökutíma svo þær verði tilbúnar í aksturinn um leið og lögin taka gildi. Mikil gleði ríkir meðal kvenna í Saudi Arabíu vegna þessara breytinga og með þeim er frjálsræði kvenna mjög aukið í landinu. 

Nú geta þær sinnt vinnu sinni og eðlilegum heimilisþörfum með eðlilegri hætti, án þess að treysta eingöngu á velvilja eiginmanna sinna eða annarra karlmanna. Í Saudi Arabíu er nú 12,7% atvinnuleysi skráð og eru 75% þeirra kvenfólk. Miklar vonir eru bundnar við það að þessi nýju lög muni minnka verulega atvinnuleysi kvenna í landinu.