Herlið Asera hefur nú tekið yfir stóran hluta fjallahéraðsins Nagornó-Karabak í kjölfar friðarsamninganna við Armena. Í héraðinu sem var áður undir stjórn Armena hafa þúsundir íbúa af armensku bergi brotnir ákveðið að yfirgefa héraðið. Héraðið verður afhent Aserbaísjan í áföngum fram að mánaðamótum. Rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu.

Á sama tíma og Armenar eru á leið burt, búa þúsundir Asera sig undir að flytja inn í héraðið.

Samkvæmt Reuters er talið að fjögur þúsund manns hafi fallið í átökunum sem hófust í lok september.