Bílar

Þúsund norskar pantanir í BMW iX3 rafmagnsbílinn

Voru þessar 1.000 pantanir lagðar inn aðeins á 2 vikum eftir að opnað var fyrir pantanir og því má búast við talsverðri fjölgun þeirra á næstunni.

BMW iX3 rafmagnsbíllinn.

Þó svo að BMW iX3 rafmagnsbílinn komi ekki á göturnar fyrr en eftir um 2 ár hafa Norðmenn lagt inn um 1.000 pantanir í þennan bíl sem komast mun 400 kílómetra á fullri hleðslu. Voru þessar 1.000 pantanir lagðar inn aðeins á 2 vikum eftir að opnað var fyrir pantanir og því má búast við talsverðri fjölgun þeirra á næstunni. Það er ekki að spyrja að Norðmönnum þegar kemur að rafmagnsbílum, en í fyrra voru 53% nýrra bíla sem keyptir voru í Noregi annaðhvort hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. 

Norðmennirnir sem lögðu inn pöntun á bílnum þurftu að borga staðfestingargjald uppá um 200.000 íslenskar krónur og virtist það ekki standa í tilvonandi kaupendum. Norðmenn stefna að því fyrstir þjóða að banna kaup á nýjum bílum eingöngu með brunavél, eða árið 2025 og miðað við það hve langt þeir eru komnir í kaupum sínum og innviðauppbyggingu er allt eins líklegt að við þetta verði staðið, 5 árum fyrr en hér á landi og í mörgum öðrum Evrópulöndum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Kynnisferðir fær eina flotta

Bílar

100.000 bíla rafmagnsbílaverksmiðja Volkswagen

Bílar

Cadillac hættir með dísilvélar

Auglýsing

Nýjast

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Auglýsing