Bílar

Þúsund norskar pantanir í BMW iX3 rafmagnsbílinn

Voru þessar 1.000 pantanir lagðar inn aðeins á 2 vikum eftir að opnað var fyrir pantanir og því má búast við talsverðri fjölgun þeirra á næstunni.

BMW iX3 rafmagnsbíllinn.

Þó svo að BMW iX3 rafmagnsbílinn komi ekki á göturnar fyrr en eftir um 2 ár hafa Norðmenn lagt inn um 1.000 pantanir í þennan bíl sem komast mun 400 kílómetra á fullri hleðslu. Voru þessar 1.000 pantanir lagðar inn aðeins á 2 vikum eftir að opnað var fyrir pantanir og því má búast við talsverðri fjölgun þeirra á næstunni. Það er ekki að spyrja að Norðmönnum þegar kemur að rafmagnsbílum, en í fyrra voru 53% nýrra bíla sem keyptir voru í Noregi annaðhvort hreinræktaðir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. 

Norðmennirnir sem lögðu inn pöntun á bílnum þurftu að borga staðfestingargjald uppá um 200.000 íslenskar krónur og virtist það ekki standa í tilvonandi kaupendum. Norðmenn stefna að því fyrstir þjóða að banna kaup á nýjum bílum eingöngu með brunavél, eða árið 2025 og miðað við það hve langt þeir eru komnir í kaupum sínum og innviðauppbyggingu er allt eins líklegt að við þetta verði staðið, 5 árum fyrr en hér á landi og í mörgum öðrum Evrópulöndum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Brimborg opnar dyr Veltis

Bílar

Citroën Cactus fær rafmagnsdrifrás

Bílar

Ferðamenn óku bíleigubílum 635 milljónir km í fyrra

Auglýsing

Nýjast

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Leit að látnum gæti tekið vikur

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Auglýsing