Umhverfismál

Urðuðu á lóð sinni í trássi við starfsleyfi

Í Borgarfirði Fréttablaðið/Vilhelm

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur krafist þess að Loftorka hætti ólöglegri urðun á lóð sinni í Borgarbyggð. Við eftirgrennslan eftirlitsins kom urðunin í ljós og hefur fyrirtækið stöðvað urðun á svæðinu. Von er á því að fyrirtækið og heilbrigðiseftirlitið hittist á fundi með bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð til að fara yfir málið.

Í lok apríl á þessu ári sendi framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins bréf til fyrirtækisins þar sem bent var á að ef fyrirtækið hætti ekki urðun á lóð sinni myndi þvingunaraðgerðum verða beitt gegn því. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi eftirlitsins en starfsleyfi fyrirtækisins er háð ströngum skilyrðum.

„Þeir voru að urða steypurör og fleira. Það er klárt að það var ekki í samræmi við starfsleyfi. Fyrirtækið taldi sig hafa haft leyfi frá bæjaryfirvöldum og höfum við því óskað eftir fundi með Borgarbyggð til að fara yfir málið,“ segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „Á meðan beðið er fundarins hefur fyrirtækið stöðvað urðunina. Það er mikilvægt að mál sem þessi séu á hreinu og að virða beri starfsleyfi sem er í gildi. Þar kemur skýrt fram að urðun er ekki heimil á lóð þeirra.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umhverfismál

Loftmengun mikil um áramót

Umhverfismál

Heilsuspillandi nýársfögnuður

Umhverfismál

Samstarfi hjálparsveita og skógræktar vel tekið

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósetti : „Ég er mjög hræddur“

Hnífstunguárás í Kópavogi

Nýr BMW 7 með risagrilli

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

Auglýsing