Umhverfismál

Urðuðu á lóð sinni í trássi við starfsleyfi

Í Borgarfirði Fréttablaðið/Vilhelm

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur krafist þess að Loftorka hætti ólöglegri urðun á lóð sinni í Borgarbyggð. Við eftirgrennslan eftirlitsins kom urðunin í ljós og hefur fyrirtækið stöðvað urðun á svæðinu. Von er á því að fyrirtækið og heilbrigðiseftirlitið hittist á fundi með bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð til að fara yfir málið.

Í lok apríl á þessu ári sendi framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins bréf til fyrirtækisins þar sem bent var á að ef fyrirtækið hætti ekki urðun á lóð sinni myndi þvingunaraðgerðum verða beitt gegn því. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi eftirlitsins en starfsleyfi fyrirtækisins er háð ströngum skilyrðum.

„Þeir voru að urða steypurör og fleira. Það er klárt að það var ekki í samræmi við starfsleyfi. Fyrirtækið taldi sig hafa haft leyfi frá bæjaryfirvöldum og höfum við því óskað eftir fundi með Borgarbyggð til að fara yfir málið,“ segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „Á meðan beðið er fundarins hefur fyrirtækið stöðvað urðunina. Það er mikilvægt að mál sem þessi séu á hreinu og að virða beri starfsleyfi sem er í gildi. Þar kemur skýrt fram að urðun er ekki heimil á lóð þeirra.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umhverfismál

Hefur synt með látinn kálf sinn í sex­tán daga

Umhverfismál

Fimm þurrir dagar í Reykjavík í júlí

Umhverfismál

Hita­met slegið í Evrópu: Búist við 48 gráðum

Auglýsing

Nýjast

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Auglýsing