Umhverfismál

Urðuðu á lóð sinni í trássi við starfsleyfi

Í Borgarfirði Fréttablaðið/Vilhelm

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur krafist þess að Loftorka hætti ólöglegri urðun á lóð sinni í Borgarbyggð. Við eftirgrennslan eftirlitsins kom urðunin í ljós og hefur fyrirtækið stöðvað urðun á svæðinu. Von er á því að fyrirtækið og heilbrigðiseftirlitið hittist á fundi með bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð til að fara yfir málið.

Í lok apríl á þessu ári sendi framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins bréf til fyrirtækisins þar sem bent var á að ef fyrirtækið hætti ekki urðun á lóð sinni myndi þvingunaraðgerðum verða beitt gegn því. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi eftirlitsins en starfsleyfi fyrirtækisins er háð ströngum skilyrðum.

„Þeir voru að urða steypurör og fleira. Það er klárt að það var ekki í samræmi við starfsleyfi. Fyrirtækið taldi sig hafa haft leyfi frá bæjaryfirvöldum og höfum við því óskað eftir fundi með Borgarbyggð til að fara yfir málið,“ segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „Á meðan beðið er fundarins hefur fyrirtækið stöðvað urðunina. Það er mikilvægt að mál sem þessi séu á hreinu og að virða beri starfsleyfi sem er í gildi. Þar kemur skýrt fram að urðun er ekki heimil á lóð þeirra.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umhverfismál

Hver Íslendingur fargar 60 kílóum af mat árlega

Umhverfismál

Ríkis­stjórnin setur Unni Brá yfir lofts­lags­málin

Umhverfismál

Um­hverfis­ráð­herra um plast­: „Það eru engar af­sakanir“

Auglýsing

Nýjast

Geitin komin á sinn stað

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Ágúst­a stefnir Löðr­i: „Get vænt­an­leg­a ekki leik­ið Línu aft­ur“

Ó­sam­mál­a úr­­­skurð­­i en styrk­­ist í trúnn­­i um ó­­lög­­mæt­­i

Slös­uð­ust í vél­hjól­a­slys­i: „Hafð­i þrjár bíl­lengd­ir til að bregð­ast við“

Auglýsing