Þetta er fjórði heildarsigur Nasser í rallinu sem setur hann jafnfætis Ari Vatanen frá Finnlandi sem einnig vann keppnina fjórum sinnum. Sebastien Loeb tók þátt í sinni sjöttu keppni og er annað sætið besti árangur hans en hann hefur níu sinnum fagnað heimsmeistaratitli í WRC rallkeppninni. Audi vakti einnig athygli í keppninni á RS Q e-tron rafbíl sínum sem vann fjórar sérleiðir og varð Matthias Ekström níundi og Carlos Sainz ellefti fyrir Audi.

Í mótorhjólaflokki var það GasGas ökumaðurinn Sam Sunderland sem vann keppnina, þremur mínútum og 27 sekúndum á undan Honda ökumanninum Pablo Quintanilla. Áusturríski keppandinn Matthias Walkner var þriðji fyrir KTM en KTM merkið hefur verið mjög sigursælt í keppninni hingað til. GasGas merkið er nú reyndar komið í eigu KTM eins og Husqvarna.

Síðasti dagur keppninnar var reyndar lævi blandinn en franskur viðgerðarmaður 205 Turbo 16 viðgerðarliðsins lést í árekstri á einni sérleiðinni þar sem hann var að fylgja keppninni. Einnig lést franskur mótorhjólamaður einnig á föstudag í sjúkraflugi, en hann hafði fallið af hjóli sínu síðastliðinn sunnudag.