Innlent

Ás­laug Thelma vissi ekkert um úr­skurðinn

Úr­skurður innri endur­skoðunar um að upp­sögn Ás­laugar Thelmu Einars­dóttur hjá Orku náttúrunnar hafi verið rétt­mæt kemur henni al­ger­lega í opna skjöldu.

Áslaug Thelma hafði ekki frétt af niðurstöðu innri endurskoðunnar og ætlar ekki að tjá sig um þessar vendingar að óathuguðu máli. Mynd/Gunnar Svanberg Skúlason

Úrskurður innri endurskoðunar um að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, hafi verið réttmæt kemur henni algerlega í opna skjöldu.

Áslaug Thelma Einarsdóttir hafði ekki heyrt af þeirri niðurstöðu innri endurskoðunar að uppsögn hennar hjá Orki náttúrunnar hafi verið réttmæt þegar Fréttablaðið náði tali af henni rétt í þessu.

Sjá einnig: Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt

Niðurstaðan kemur henni algerlega í opna skjöldu en hún vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar um úrskurðinn að óathuguðu máli. Fyrsta skref er að fá þessa niðurstöðu staðfesta.

Fréttablaðið greindi fyrir skömmu, fyrst allra miðla, frá því að innri endurskoðun teldi uppsögnina réttmæta en Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti starfsfólki fyrirtækisins niðurstöðurnar með tölvupósti í dag.

Blaðamannafundi Orkuveitunnar þar sem niðurstöðurnar voru kynntar nánar er nýlokið. Áslaug Thelma var ekki á fundinum og upplýsti á Facebook fyrr í dag að hún hefði einungis frétt af fundinum í fjölmiðlum.

„Ég les eins og aðrir í fjölmiðlum að skýrsla rannsóknar Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í dag kl 15:00 hjá Orkuveitunni. Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt

Innlent

Þung skref til fundar við starfs­manna­stjóra OR

Innlent

Ætlar í mál vegn­a upp­sagn­ar­inn­ar: „Ég er enn­þá reið“

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing