Lands­réttur hefur ó­merkt úr­skurð Héraðs­dóms Reykja­víkur um að endur­skoðunar­fyrir­tækinu KPMG sé skylt að veita em­bætti héraðs­sak­sóknara upp­lýsingar og af­henda gögn er varða bók­hald og reiknings­skil allra fé­laga Sam­herja á árunum 2011 til 2020.

Héraðs­dómur kvað upp úr­skurð sinn í desember í fyrra en málinu var á­frýjað til Lands­réttar 22. febrúar.

Þess var krafist að úr­skurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að hann yrði ó­merktur og málinu vísað heim í hérað.

Í úr­skurði Lands­réttar segir að með­ferð málsins í héraði hafi verið svo á­fátt að ó­hjá­kvæmi­legt væri að ó­merkja úr­skurðinn og leggja fyrir héraðs­dómara að taka málið til með­ferðar að nýju.