Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hellissandi í gærmorgun varð undir bíl sem hann var að vinna við. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er grunur um saknæmt athæfi eða aðild annarra að slysinu.

Jónas H. Ottósson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, segir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan sé að ná í alla aðstandendur til að tilkynna þeim um andlát mannsins.

Maðurinn lést á bifreiðaverkstæði á Hellissandi þegar bíllinn féll ofan á hann. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en ekki var þörf á henni þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. Var hann því ekki fluttur á sjúkrahús.

Jónas segir ekki hægt að greina nánar frá málinu