Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm vikna síbrotagæslu, eða til 16. nóvember, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Pilturinn, sem var handtekinn í gær, er grunaður um nokkur rán í Reykjavík um nýliðna helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í gær var greint frá því að maður hafi verið handtekinn með aðstoð sérsveitarinnar við Pylsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur, grunaður um að hafa framið þrjú vopnuð rán á einum sólarhring.

Hafði hann þá verið handtekinn á laugardag, grunaður um að hafa rænt verslun í mið­bænum með hníf en var svo látinn laus úr haldi. Var hann handtekinn aftur í gær, grunaður um hafa framið vopnað rán í Kram­búðinni í Máva­hlíð.

Lög­reglunni barst svo til­kynning um vopnað rán við Pylsu­vagninn í mið­bænum síð­degis í gær og var sér­sveitin kölluð út til að­stoðar lög­reglunni.

Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu var haft eftir lögreglu að maðurinn ætti að vera í síbrotagæslu til 23. nóvember næstkomandi. Hið rétta er að hann var dæmdur í síbrotagæslu til 16. nóvember.