Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti konu um sextugt, sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði síðastliðna nótt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Maðurinn var handtekinn á vettvangi eins og fram hefur komið. Karlmaður á sextugsaldri, sem var einnig handtekinn á vettvangi, er laus úr haldi lögreglu.

Kona um sex­tugt fannst látin í heima­húsi í Hafnar­firði í nótt. Tilkynning um málið barst lögreglu um hálftvöleytið. Þegar hún kom á vettvang var konan látin. Sem fyrr segir voru tveir menn handteknir á vettvangi og nú hefur annar þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.