Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina en hann er grunaður um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbrautinni í síðustu viku.

Vísir.is greinir frá.

Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn úrskurðaður í síbrotagæslu til 17. febrúar næstkomandi en hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Hann hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og meðal annars sætt nálgunarbanni.

Á þriðjudaginn stöðvaði maðurinn bifreið sína á Reykjanesbraut og sparkaði ítrekað í aðra bifreið en málið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem myndbandsupptaka gekk manna á milli.

Myndbandið má sjá hér að neðan.