Innlent

Urriði með maga­fylli af músum veiddist í Hörg­á

Veiði­manni nokkrum brá heldur betur í brún fyrir skömmu þegar hann var að gera að urriða sem hann hafði veitt í Hörg­á fyrir norðan. Þegar hann hafði skorið fiskinn upp fann hann þar tvær mýs sem að urriðinn hafði lagt sér til munns.

Urriðinn hefur eflaust verið saddur.

Veiðimanni nokkrum brá heldur betur í brún fyrir skömmu þegar hann var að gera að urriða sem hann hafði veitt í Hörgá fyrir norðan. Þegar hann hafði skorið fiskinn upp fann hann þar tvær mýs sem að urriðinn hafði greinilega lagt sér til munns.

„Urriðinn er mjög grimm skepna og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé urriða sem hefur étið mús,“ segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar, í samtali við Fréttablaðið en félagið birti myndina af urriðanum og músunum tveimur á Facebook.

Hún segir reyndar að þetta sé í fyrsta sinn sem hún sér urriða með tvær mýs í maganum. Margir velti hins vegar fyrir sér hvernig mýs, sem halda alla jafna til á þurru, endi í maga urriða.

„Þær synda að einhverju marki skilst mér. Það er mögulegt að hann hafi náð þeim þannig en svo getur það líka verið að fuglar missi þær í vatnið þegar þeir fljúga með þær í kjaftinum.“

Veiðimaðurinn heitir Sigmar Bergvin Bjarnason en urriðinn, sem var 50 cm, veiddist á svæði 5A í Bægisárhyl Hörgár. Samkvæmt færslunni tók hann Toby spún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing