For­stöðu­kona Urðar­brunns segir mikinn mis­skilning að SÁÁ sé að vinna að sam­bæri­legu úr­ræði og Urðar­brunnur býður upp á.

„Þetta eru gjörólíkar áherslur. Verkefnið sem SÁÁ eru búnir að vinna að undanfarin tíu ár miðar að fólki sem er að koma úr langtímameðferð og er ekki tilbúið að fara inn á áfangaheimili, þar sem þau þurfa meiri aðhald.

Þetta er ákveðið millistig fyrir konur yfir almennt, en miðar alls ekki að konum í barneignarferlinu,“ segir Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir og forstöðukona Urðarbrunns.

Vanda­málið enn til staðar

Elísa­bet segir það sem SÁÁ er að vinna að sé afar nauð­syn­legt þar sem þörfin fyrir það sé mikil, en þetta er ó­sam­bæri­legt því sem Urðar­brunnur byggir á. „Þetta er eins og bera saman epli og appel­sínu,“ segir hún.

„Ég er mjög glöð að það sé verið að berjast fyrir úr­ræði fyrir konur hjá SÁÁ, en þeirra þjónusta miðar ekki að barns­hafandi konum og fjöl­skyldum þeirra. Vanda­málið verður því enn til staðar fyrir þennan hóp.

Það þarf að huga að barns­hafandi konu í fíkni­vanda, veita þeim öruggt hús­næði, utan­um­hald og þjálfun í að sinna ný­buranum og heimilis­haldi, en ekki stofnun sem er með allri flórunni á fólki,“ segir Elísa­bet.

Óviðunandi úrræði fyrir konu í bata

Elísa­bet þarf að skila í­búðinni sem ætluð er fyrir Urðar­brunn fyrir 15. októ­ber eftir að hafa fengið frest. „Ég fékk leyfi til að hafa í­búðina lengur, en þarf að skila henni 15. októ­ber, ég vona auð­vitað að það komi lausn á málinu svo ég geti haldið verk­efninu á­fram.“

Þá segir hún það vera til skammar að Barna­vernd Reykja­víkur­borgar hafi synjað um­sókn ný­ba­kaðri móður í bata vistun hjá Urðar­brunni í ágúst­mánuði, þar sem þau töldu að þau gætu ekki keypt þjónustuna. Konunni var því komið fyrir í öðru úr­ræði, sem hún taldi sjálf óvið­unandi fyrir sig og barnið í hennar bata­ferli.

„Við erum að skoða hvort það sé hægt að kæra niður­stöðu málsins til vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar, þar sem það sýnir að þörfin er mikil. Það er bara verið að seinka vanda­málunum,“ segir Elísa­bet.