Skíðis­hvalurinn, sem rak á land fyrr í vikunni í Þor­láks­höfn, verður urðaður eftir helgi. Fram kemur í til­kynningu frá sveitar­fé­laginu Ölfus að það sé gert til að gefa á­huga­sömum færi á að skoða dýrið í blíðunni helgina.

Um er að ræða um 20 metra hvals­hræ sem að rak á land fyrir um tveimur dögum.

„Veður­spá er með besta móti og vill Sveitar­fé­lagið Ölfus hvetja íbúa á höfuð­borgar­svæðinu og ná­granna­byggðum til að gera sér daga­mun með því að skoða hvalinn í þessu stór­kost­lega um­hverfi sem svo heppi­lega vill til að er afar að­gengi­legt,“ segir Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri í til­kynningunni.

Á­huga­sömum er bent á bíla­stæði við golf­völlinn en þaðan er ör­stuttur gangur að hvalnum.