Upp­boðs­hús í Mary­land í Banda­ríkjunum hefur selt úr frá þýska ein­ræðis­herranum Adolf Hitler. Úrið er frá fram­leiðandanum Huber og er merkt haka­krossinum og er með skamm­stöfunina AH. Salan á úrinu hefur verið harð­lega gagn­rýnd. BBC greinir frá.

Gyðingar í Banda­ríkjunum hafa gagn­rýnt söluna á úrinu, en sölu­verðið var 1,1 milljón banda­ríkja­dollara, en það eru 150 milljónir króna. Upp­boðs­húsið ver söluna með því að segja að mark­miðið hafi verið að vernda sögu­legan mun, en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hlutir frá tíma Nas­isma í Þýska­landi eru seldir.

„Þó það sé aug­ljóst að draga þarf lær­dóm af sögunni og nas­ista­gripir eiga heima á söfnum eða slíkum stofnunum. Það virðist ekki eiga við hlutina sem þið seljið,“ sagði Menachem Margo­lin, for­maður sam­taka evrópskra gyðinga.

Adolf Hitler leiddi Þýska­land á árunum 1933 til 1945 og sá fyrir því að um ellefu milljón manns voru myrt kerfis­bundið, sex milljón þeirra voru gyðingar.

Bæklingur sem fylgdi úrinu í sölunni segir að úrið hafi mögu­lega verið af­mælis­gjöf til Hitlers árið 1933, en það ár varð hann kanslari Þýska­lands. Úrið var síðan tekið af frönskum her­mönnum árið 1945 þegar ráðist var að húsi hans í Berg­hof, eftir dauða Hitlers.