Fram­kvæmda­stjóri Hótel Borgar­ness, Steinn Agnar Péturs­son, segir upp­tökur eftir­lits­mynda­véla úr talninga­sal hótelisins vera komnar í hendur rann­sóknar­aðila.

Mbl.is greinir frá.

Steinn Agnar vill ekki gefa upp hvaða yfir­völd fengu upp­tökurnar en tók fram að það væri ekki yfir­kjör­stjórn í Norð­vestur­kjör­dæmi. Þá segist hann kominn með nóg af þessu máli og til­búinn að snúa sér aftur að hótel­rekstri.

Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á mánu­dag að málið snérist um nokkur mis­farin at­kvæði.

Öryggis­mynda­vélar hafi verið til staðar sem sýna að enginn hafi farið inn á svæðið þar sem kjör­gögn voru skilin eftir án inn­siglis.