Framkvæmdastjóri Hótel Borgarness, Steinn Agnar Pétursson, segir upptökur eftirlitsmyndavéla úr talningasal hótelisins vera komnar í hendur rannsóknaraðila.
Mbl.is greinir frá.
Steinn Agnar vill ekki gefa upp hvaða yfirvöld fengu upptökurnar en tók fram að það væri ekki yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi. Þá segist hann kominn með nóg af þessu máli og tilbúinn að snúa sér aftur að hótelrekstri.
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að málið snérist um nokkur misfarin atkvæði.
Öryggismyndavélar hafi verið til staðar sem sýna að enginn hafi farið inn á svæðið þar sem kjörgögn voru skilin eftir án innsiglis.