Uppselt varð í Bláfjöll klukkan hálf níu í morgun og ljóst að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru æstir í að komast á skíði.

Hleypt er í fjallið í tveimur hollum, það fyrra var frá klukkan 10 til 14 og það síðara 14 til 17. Alls mega 500 manns vera á svæðinu í hvoru holli.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna sagðiat í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi, vera bjartsýnn á að það yrði skíðaveður alla helgina. Gott færi og milt veður hefur verið í fjallinu og fjöldi fólks lagt leið sína í Bláfjöll síðustu daga.