Tveir ráð­herrar í ríkis­stjórn for­sætis­ráð­herra Bret­lands, fjár­mála­ráð­herrann Rishi Sunak og heil­brigðis­ráð­herrann Sajid Javid hafa sagt af sér. Talið er að ríkisstjórnin verði fallin á morgun.

Heil­brigðis­ráð­herrann Sajid Javid greindi frá á­kvörðun sinni á Twitter, þar sem hann segist hafa „misst trú“ á John­son. Hann gæti því ekki gengt stöðu sinni sem heilbrigðisráðherra áfram með góðri samvisku.

Stuttu seinna lýsti fjár­mála­ráð­herrann Rishi Sunak einnig frá því á Twitter að hann væri búinn að segja af sér.

Í til­kynningu Sunak segir hann að almenningur geri kröfu um að ríkis­stjórnin starfi rétt og sé hæf. Hann segir að það sé erfitt að segja af sér á meðan heimurinn sé enn að jafna sig á efnahagslegum afleiðingum Covid faraldursins og innrásar rússa í Úkraínu.

Ríkisstjórnin líklega fallin á morgun

Talið er að uppsögn ráðherranna tveggja sé upphafið að endalokunum Johnson sem forsætisráðherra , en nýlega stóð hann af sér van­trausts­til­lögu meðal þing­manna Í­halds­flokksins á breska þinginu. Alls sögðust 211 þing­menn flokksins styðja Boris í starfi en 148 þing­menn kusu gegn honum.

Þá kom í ljós í vikunni að Johnson hafi skipað Chris Pincher í embætti varaformanns Íhaldsflokksins eftir að hafa fengið fregnir af kvörtunum vegna óviðeigandi hegðunar Pinchers.

Þá hafði BBC eftir nánum bandamanni Johnson að ríkisstjórnin verði fallin á morgun. Enginn forsætisráðherra gæti lifað afsagnir tveggja ráðherra af.

Fréttin verður uppfærð.