Sam­tök­in Líf án of­beld­is hafa á Fac­e­bo­ok í dag vak­ið at­hygl­i á því að það stand­i til að flytj­a barn, gegn vilj­a sín­um, til föð­ur þess sam­kvæmt úr­skurð­i dóm­stól­a. Barn­ið er lang­veikt og er statt á spít­al­an­um í lyfj­a­gjöf. Á spít­al­an­um eru full­trú­ar lög­regl­u, barn­a­vernd­ar og sýsl­u­manns til að fram­fylgj­a úr­skurð­in­um en einn­ig hef­ur safn­ast sam­an nokk­ur fjöld­i fólks til að mót­mæl­a að­gerð­inn­i. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins er ver­ið að reyn­a að flytj­a barn­ið núna en barn­ið er ekki í sam­starf­i við þau og því hef­ur það geng­ið illa.

Sig­ríð­ur Krist­ins­dótt­ir seg­ir að að­gerð sýsl­u­manns, barn­a­vernd­ar Reykj­a­vík­ur og lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u við Barn­a­spít­al­a Hrings­ins í dag sé til að fram­fylgj­a úr­skurð­i dóm­stól­a í for­sjár­mál­i.

Sam­kvæmt færsl­u Lífs án of­beld­is á Fac­e­bo­ok um mál­ið er það gegn vilj­a barns­ins en sam­tök­in segj­a að rök­studd­ur grun­ur sé um lang­var­and­i of­beld­i föð­ur barns­ins gegn bæði móð­ur barns­ins og því sjálf­u.

„Það er ver­ið að fram­fylgj­a úr­skurð­i. Það er okk­ar verk­efn­i að gera það og þess vegn­a er gætt að allr­a skil­yrð­a og barn­a­vernd með,“ seg­ir Sig­ríð­ur Krist­ins­dótt­ir, sýsl­u­mað­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u, um mál­ið en í sam­ræm­i við verk­lags­regl­ur í slík­um mál­um er lög­regl­an einn­ig á vett­vang­i.

Sigríður Kristinsdóttir segir að starf sýslumanns sé að framfylgja ákvörðunum dómstólsins.
Mynd/Aðsend og Fréttablaðið/Andri Marínó

Vinna eftir verklagsreglum

„Við erum með verk­lags­regl­ur um það hvern­ig skal far­ið þeg­ar svon­a mál koma á okk­ar borð og það er hald­in fund­ur með barn­a­vernd­ar­nefnd og lög­regl­u og svo far­ið á stað­inn og ekk­ert gert sem ekki sam­ræm­ist því sem á að gera þarn­a,“ seg­ir Sig­ríð­ur.

Er ver­ið að sækj­a barn­ið á spít­al­ann því það er þar í með­ferð?

„Ég get ekki svar­að því en barn­ið á að fara til föð­ur síns og það er úr­skurð­ur um það frá dóm­stól­i og það er ver­ið að fram­fylgj­a því. Það er verk­efn­i sýsl­u­manns að fram­kvæm­a það og meir­a er í sjálf­u sér ekki hægt að segj­a. Þett­a eru ros­a­leg­a erf­ið mál og sem bet­ur fer koma þau ekki oft upp,“ seg­ir Sig­ríð­ur og að það sé virk­i­leg­a vand­að til verk­a.

Þurfa að framfylgja úrskurði

Spurð um það hvort að mót­mæl­i og at­hygl­i máls­ins á Fac­e­bo­ok hafi ein­hver á­hrif á að­gerð­in­a seg­ir Sig­ríð­ur að þau eigi að fram­fylgj­a úr­skurð­i, það séu verk­lags­regl­ur og að ekk­ert sé gert sem ekki sam­ræm­ist að­stæð­um á staðn­um.

„Það má ekki gleym­a því að þett­a er úr­skurð­ur og ef það er ein­hver mót­þró­i við að fram­fylgj­a hon­um höf­um við ekk­ert um það að segj­a. Við erum að vinn­a vinn­un­a okk­ar,“ seg­ir Sig­ríð­ur.

Rétt­ur barns­ins er nokk­ur í slík­um mál­um og þeg­ar mál­ið er kom­ið í dreif­ing­u og fólk kom­ið á stað­inn til að mót­mæl­a, er þá end­ur­skoð­að hvort að það þurf­i að gera það þá og þeg­ar?

„Það er allt­af ver­ið að end­ur­skoð­a. Þarn­a er barn­a­vernd og lög­regl­an og sér­fræð­ing­ar í mál­efn­um barn­a sem koma að þess­u til þess ein­mitt að þett­a hafi ekki slæm á­hrif á barn­ið. En það er auð­vit­að öm­ur­legt út af fyr­ir sig að þess­i stað­a sé uppi. Okkur ber að fram­fylgj­a þess­um úr­skurð­i og vönd­um það og köll­um til sér­fræð­ing­a og þeir eru með á vett­vang­i.“