Þing­mönnum var heitt í hamsi á Al­þingi í dag eftir að Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, lagði fram til­lögu um að næsti þing­fundur myndi taka laga­frum­varp Lilju Raf­n­eyjar Magnús­dóttur um smá­báta­sjó­menn til um­ræðu.

Frum­varpinu var dreift til þing­manna í fyrra­dag en til­lagan um að setja málið á dag­skrá barst þinginu í gær­kvöldi.

Helgi Hrafn sagði á­stæðuna fyrir til­lögunni vera sú að Lilja Raf­n­ey hafi verið að „spreða því út um allan bæ“ að það væri stjórnar­and­stöðunni að kenna að málið komið ekki á dag­skrá.

Sakaði hann Lilju Raf­n­ey um að hafa logið af smá­báta­sjó­mönnum á meðan Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, sagði það vera „kjaft­æði og lygar“ að stjórnar­and­staðan stæði í vegi fyrir af­greiðslu málsins.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, bað þá bæða um að gæta orða sinna.

Birgir Ár­manns­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins sagði til­löguna setja þing­loka­samningana í upp­nám á meðan Þor­steinn Sæ­munds­son, þing­maður Mið­flokksins, sagði hana vera „popúl­isma af aumustu sort.“

„Virðu­legi for­seti. Hátt­virtur þing­maður Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir hefur lagt fram mikil­vægt frum­varp í ljósi þess að nú eru sex til sjö hundruð smá­báta­sjó­menn sem standa frammi fyrir mjög al­var­legu at­vinnu­leysi,“ sagði Helgi Hrafn í upp­hafi um­ræðunnar.

Helgi Hrafn bætti við honum fyndist að málið væri gott en vildi halda því til haga að stjórnar­and­staðan væri ekki á­stæðan fyrir því að máið væri ekki á dag­skrá og benti á að það væri Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, sem styddi ekki málið.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögunnar.
Fréttablaðið/ERNIR.

„Tundur­skeyti inn í þing­loka­samninga“

Birgir Ár­manns­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, tók næstur til máls og sagði til­lögu Pírata og sagði málið sett fram eingöngu til að setja þinglokasamningana í uppnám.

„Ég veit nú ekkert um stimpingar ein­stakra þing­manna hér og ætla ekki að blanda mér í það. Hins vegar er alveg ljóst að það er auð­vitað ekki hægt að taka mál af þessu tagi á dag­skrá í miðju kafi þegar við erum að reyna að ganga frá þing­lokum.
Málið kom fram eftir því sem ég best veit í gær og ég segi bara að mér finnst alveg frá­leitt að Pírötum að vera að senda þetta tundur­skeyti inn í þing­loka­samninga með þessum hætti til þess að raska málum,“ sagði Birgir Ár­manns­son.

Lilja Raf­n­ey tók síðar til máls og sagðist styðja til­löguna. „Ég hefði haldið að þing­heimur væri til­búin til þess við þessar að­stæður að tryggja at­vinnu í sjávar­byggðum landsins, smá­báta­sjó­manna og fisk­vinnslu­fólks í landi,. við þessar að­stæður,“ sagði Lilja.

„Ég hef sem for­maður at­vinnu­vega­nefndar reynt að ná sam­stöðu með sjávar­út­vegs­ráð­herra, að koma þessu máli í gegn, margar undan­farnar vikur og ég hef barist fyrir bættum hag, strand­veiði sjó­manna og fisk­verka­fólks í þessu landi og ég get ekki annað en staðið með þessu máli á­fram,“ bætti Lilja Raf­n­ey við.

Hún sagði það hefði verið þrauta­lending að koma með þetta mál inn í þingið og það hafi ekki verið sjálf­gefið að stjórnar­and­staðan legði því lið.

„En það mátti alveg reyna að skoða það í þing­loka­samningum að menn skipti um skoðun og teldu að þetta væri eitt­hvað sem skiptir máli til að efla at­vinnu í landinu en menn stæðu ekki uppi yfir há­bjarg­ræðis­tímann að senda strand­veiði­flotann í land,“ sagði Lilja Raf­n­ey.

Lilja Rafney var sökuð um að hafa logið að smábátasjómönnum.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Samfylkingin ákvað að sitja hjá

Smári Mc­Cart­hy, þing­maður Pírata sagði til­löguna vera að öllu leyti sett fram til að tryggja at­vinnu­öryggi þeirra sex hundruð smá­báta­sjó­manna sem eru með tví­sýna at­vinnu­mögu­leika í sumar.

„En mig langar til að það sé alveg skýrt að háttvirtur þingmaður Lilju Raf­n­eyju Magnús­dóttur sem er for­maður at­vinnu­vega­nefndar, hafði allt þetta ár til að geta lagt fram til­lögu um að laga þetta á­stand þannig að þetta færi ekki í hnút núna. Hún leggur það þess í stað fram tveimur dögum eftir að starfs­á­ætlun þingsins er tekinn úr sam­bandi. Tveimur mánuðum eftir að síðustu tæki­færin eru til að leggja fram ný mál til að þau komist á dag­skrá. Þetta eru ekki góð vinnu­brögð,“ sagði Smári.

„Píratar eru að leggja fram og sér í lagi Helgi Hrafn Gunnars­son er að leggja fram þessa til­lögu núna til að reyna að leysa vanda­málið vegna þess að við þurfum að gæta at­vinnu­öryggi þessara manna.,“ sagði Smári.

Odd­ný G. Harðar­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, sagði þessa at­burða­rásina sem væri búið að setja upp af Lilju Raf­n­ey og Helga Hrafni vera leik­rit og greindi frá því að Sam­fylkingin myndi sitja hjá við af­greiðslu málsins.

Andrés Ingi beðinn um að gæta orða sinna

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, sagði það vera „kjaft­æði og lygi“ og málið hafi strandað ein­göngu hjá stjórnar­and­stöðunni.

„Hér byrsti þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins sig og talaði um tundur­skeyti þing­flokks Pírata. Er kannski rétt að nefna það að við erum hér að ræða um frum­varp stjórnar­liða. Við erum að ræða um frum­varp sem stjórnar­liðar sögðu smá­báta­sjó­mönnum að strandaði ein­göngu á stjórnar­and­stöðunni, að koma á dag­skrá og við erum að draga fram í dags­ljósið að það var kjaft­æði og lygi. Ef fólk styður ekki þessa dag­skrár­til­lögu að smá­báta­sjó­mönnum var logið um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés Ingi.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis, minnti Andrés Inga á að gæta hófs í orða­vali.

Andrés Ingi Jónsson, sagði það væri kjaftæði að stjórnarandstæðan stæði í vegi fyrir málinu.
Fréttablaðið/Ernir

„Sam­vinna er eitt­hvað ó­þekkt fyrir­bæri á þeim bænum“

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, tók þá til máls og stjórnvöld bera ábyrgð á því að málið væri ekki á dagskrá.

„Við erum hér stödd í ein­hverri senu í leik­húsi fá­rán­leikans. Í stað þess að hafa farið í um­ræðu um mikil­vægt mál á sínum tíma á eðli­legum tíma, sam­þykkt til­lögu sem fyrir var unnið með hana verið fyrir mér þetta mál, tekið sam­talið til að út­kljá mál sem varðar hags­muni fjölda sjó­manna og fjöl­skyldna þeirra. Þá stöndum við hér föstu, ein­hverjum forms­at­riðum,“ sagði Hanna Katrín.

Hún sagði á­byrgðina liggja hjá stjórn­völdum en ekki stjórnar­and­stöðunni. „Sam­vinna er eitt­hvað ó­þekkt fyrir­bæri á þeim bænum,“ sagði Hanna Katrín. Hún þakkaði Pírötum fyrir að setja málið á dag­skrá en til­kynnti að þing­menn Við­reisnar myndu sitja hjá.

Helgi Hrafn Gunnars­son, tók þá aftur til máls og fylgdi orðum Andrésar Ingar eftir og hélt á­fram að saka Lilju Raf­n­ey um lygar.

„Hátt­virtur þing­maður Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir þurfti ekki að fara og ljúga því það eru ekki stór orð, virðu­legur for­seti. Það er bara rétt lýsing á því sem átt sér stað. Hún þurfti ekki að fara og ljúga því smá­báta­sjó­mönnum,“ sagði Helgi Hrafn áður en Stein­grímur greip að honum orðið og bað hann um gæta hófs í orða­vali.

„Virðu­legi for­seti. Ég er að gæta hófs en ég skal sleppa þessu orði restina af þessari ræðu af virðingu við virðu­legan for­seta,“ sagði Helgi Hrafn sem var heitt í hamsi vegna málsins.

„Hún þurfti ekki að gera það, hún kaus að gera það og kaus að gera það þannig að hún væri að kenna Pírötum af öllum um að standa í vegi fyrir málinu með því að hafa það ekki með í sínum samningum hér í þing­lok á samningnum,“ bætti Helgi Hrafn við og kallaði eftir því að hags­muna­aðilar í þessu máli myndu fylgjast vel með af­greiðslu þess.

Inga Sæland vildi setja málið á dagskrá til að styðja við sjómenn.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Inga Sæ­land, þing­maður Flokk fólksins, sagði málið vissu­lega fá­rán­legt en skoraði á alla þing­menn til að styðja málið fyrir sjó­mennina.

„Við erum bara hér til að reyna að tryggja það að þeir geti fengið þessa aumu 48 daga sem þeim er út­hlutað ár hvert til þess að stunda strand­veiðar. Það er nú ekki meira en það þannig að ég skora á okkur öll hér, hvort sem þið eruð í fýlu út af þessu eða hinu, að hætta þessum fífla­dansi hér sem er eigin­lega okkur til ævarandi skammar,“ sagði Inga Sæ­land sem var einnig í heitt hamsi vegna málsins.

Birgir Ár­manns­son, steig þá næst í pontu og virtist vera í litlu upp­námi yfir þessu öllu miðað við kollega sína. Hann sagði það hafi komið skýrt fram í mál­flutningi Helga Hrafn að hann geri sér grein fyrir því að málið væri ekki að fara á dag­skrá. Þetta væri ekkert annað en liður því að gera upp ein­hverjar sakir við annan þing­mann.

„Ég held að við hljótum öll að átta okkur á því að þetta er sýndar­mennska, gerð í þeim eina til­gangi að reyna að stilla fólki upp við vegg í ein­hverju á­róðurs­stríði utan þessara veggja. Það er auð­vitað ekkert eins­dæmi en það hjálpar ekki þegar við erum að reyna að ná sam­komu­lagi um eitt­hvað ein­hver þing­lok hérna með skikkan­legum hætti,“ sagði Birgir.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði tillögu Pírata vera pópulismi.
Mynd/Ernir

Þor­steinn Sæ­munds­son, þing­maður Mið­flokksins, tók undir orð Birgis og sagði málið sýndar­mennsku og „popúl­ismi af aumustu sort.“

„Það er ekki nokkur leið að sam­þykkja eitt­hvað sem er sett fram til að þyrla upp ryki og skemma fyrir öðrum þing­störfum en fyrst og fremst. En fyrst og fremst er vont við þetta. En fyrst og fremst er þetta aumasti popúl­ismi sem til er og við tökum ekki þátt í slíku,“ sagði Þor­steinn og upp­skar á­minningu frá Stein­grími.

Til­lagan var að lokum felld en 10 þing­menn sam­þykktu til­löguna, 30 þing­menn felldu hana, 19 sátu hjá og voru 4 fjar­verandi.