„Mér hefur fundist vera svo­lítil upp­lýsinga­ó­reiða þega kemur að þessu mála­flokki,“ segir Guð­laugur Þór Þórðar­son orku­mála­ráð­herra í sam­tali við Frétta­blaðið. Í dag var kynnt stöðu­skýrsla starfs­hóps ráð­herra um stöðu og á­skoranir í orku­málum og telur ráð­herra hana geta orðið til þess að um­ræðan um orku­mál verði byggð á fyrir­liggjandi stað­reyndum.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að það þurfi að móta loft­lags­mark­mið Ís­lands þurfi að móta betur orku­fram­leiðslu og orku­flutning sem eru grunnur að fram­fylgd orku­skipta í sam­fé­laginu. Orku­öryggi kallar á aukna raf­orku­fram­leiðslu og öflugra flutnings- og dreifi­kerfi sem aftur kallar á heild­rænt skipu­lag orku­kerfisins og sam­þættingu verk­ferla.

Guð­laugur kveður nýju skýrsluna ætlaða til þess að um­ræða sem fari þurfi fram um orku­málin sé byggð á eins góðum upp­lýsingum og mögu­legt sé.

Leyfis­veitingar flóknar og tíma­frekar

Í skýrslunni er rætt um flókið og tíma­frekt leyfis­veitinga­kerfi sem gerir það að verkum að fjár­festing í orku­fram­kvæmdum hafi hingað til ekki fylgt eftir mark­miðum í loft­lags­málum.

„Þetta er ekki sér­ís­lenskt og við erum ekkert einir í því. Til dæmis leggur ríkis­stjórnin í Þýska­landi gríðar­lega á­herslu á þessi mál og eru meðal annars að vinna í því að reyna ein­falda ferlið til þess að það sé auð­veldara að búa til græna orku,“ segir Guð­laugur Þór.
„Það segir sig sjálft að þegar við ætlum fara í orku­skipti til þess að ná árangri í lofts­lags­málunum þá þurfa ferlarnir að vera eins skil­virkir og mögu­legt er.“

Ó­líkar á­herslur bæði innan flokka og milli flokka

Mis­munandi á­herslur eru hjá flokkunum sem eiga aðild að ríkis­stjórninni til orku­iðnaðarins, sér­stak­lega er stefna flokks orku­mála­ráð­herra, Sjálf­stæðis­flokks, ólík stefnu Vinstri grænna. Guð­laugur Þór kveðst halda að mis­munandi skoðanir séu bæði innan flokka og milli flokka.

„Það sem mér finnst skipta máli er það að þegar við erum að taka á­kvarðanir að þá séum við með eins góðar upp­lýsingar og mögu­legt er,“ segir Guð­laugur Þór. Allir Ís­lendingar hafi skoðun á orku­málunum.

„Ég vona að sem flestir kynnir sér þessa skýrslu því að það gerir ekkert endi­lega að verkum að allir séu sam­mála, en við tölum þá vonandi meira út frá stöðunni eins og hún er og stað­reyndum frekar en ein­hverju sem að við höldum,“ segir ráð­herrann.

Starfs­hópinn skipuðu Vil­hjálmur Egils­son, hag­fræðingur og jafn­framt for­maður hópsins, Ari Trausti Guð­munds­son jarð­eðlis­fræðingur, Sig­ríður Mogen­sen svið­stjóri hjá Sam­tökum Iðnaðarins. Með hópnum störfuðu einnig störfuðu Erla Sig­ríður Gests­dóttir sér­fræðingur og Magnús Dige Baldurs­son lög­fræðingur hjá um­hverfis-, orku- og loft­lags­ráðu­neytinu.