Á morgun, mið­viku­daginn 5. janúar, hefur verði boðað til upp­lýsinga­fundar al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra klukkan 11.

Sér­stök á­hersla á fundinum verður lögð á bólu­setningar barna og stöðuna á Land­spítalanum.

Þau Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir, Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir læknir og verk­efnis­stjóri hjá em­bætti land­læknis og Guð­laug Rakel Guð­jóns­dóttir starfandi for­stjóri Land­spítala munu auk þess fara yfir stöðu mála vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum að vanda í beinni út­sendingu á morgun.