Á morgun, miðvikudaginn 5. janúar, hefur verði boðað til upplýsingafundar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra klukkan 11.
Sérstök áhersla á fundinum verður lögð á bólusetningar barna og stöðuna á Landspítalanum.
Þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir starfandi forstjóri Landspítala munu auk þess fara yfir stöðu mála vegna COVID-19 faraldursins.
Hægt verður að fylgjast með fundinum að vanda í beinni útsendingu á morgun.