Á morgun klukkan 11 verður haldinn upp­lýsinga­fundur al­manna­varnar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis um stöðu Co­vid-far­aldursins hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynngu frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna.

Á fundinum fara Kamilla S. Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varnar­læknis, og Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna, yfir stöðu mála varðandi fram­gang CO­VID-19 far­aldursins hér á landi. Einnig verður Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítalans, á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Land­spítalanum vegna Covid-19.

Í ljósi fjölda smita í sam­fé­laginu þá hefur verið á­kveðið að færa fundina aftur í fjar­funda­búnað og því er ekki gert ráð fyrir fjöl­miðlum á staðnum.

Nú eru 1.329 í ein­angrun vegna Co­vid-19 hér á landi. Þrátt fyrir að virk smit hafi aldrei verið fleiri en nú í fjórðu bylgju far­aldursins eru sjúkra­hús­inn­lagnir mun færri en í fyrri bylgjum. Á­tján eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu. Tveir þeirra voru lagðir beint inn á gjör­gæslu í dag.